Skírnir - 01.04.2001, Page 99
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 93
Við samanburð kemur í ljós að heitin á köflum Jóns og undir-
fyrirsagnir í Idea Historiae Literariae Islandorum eru ekki
ósvipuð. Ef frá er talinn stuttur formáli heita hlutar (sectiones)
ritsins: I. De lingva Islandica prisca et moderna (180-90); II. De
Runis Islandorum (190-97); III. De studiis Islandorum literariis in
genere (197-226); og IV. De eo, qvod praecipue qvaerendum sit
erudito non Islando, in Islandorum studiis, agens (226-8). Þótt
skyldleikinn leyni sér ekki í kaflafyrirsögnunum sýna þær ekki
einar og sér fram á tengsl ritanna tveggja.
Svo sem nefnt var í upphafi má lesa á stöku stað að Jón sé höf-
undur Idea Historiae Literariae Islandorum, sem er eignuð
Sibbern á titilsíðu. Engin af þeim heimildum sem telja Jón Thor-
killius vera aðalhöfund ritsins gefa hins vegar neina haldbæra
skýringu á því hvers vegna þær telji svo vera, eða hver sé þáttur
hvors um sig í verkinu. I Ævisögu Jóns Þorkelssonar segir: „Þó að
Sibbern sé eignuð ritgerð þessi, hafa menn þó ætlað, að hún sé í
aðalatriðunum eptir Jón rektor“; síðan er vísað til Kirkjusögu
Finns Jónssonar, þar sem höfundurinn vísar í formála Idea og seg-
ir að verkið sjálft „virðist viðurkenna landa okkar sem höfund að
hluta til“ (nostrum ex parte auctorem agnoscere videtur).14 I for-
mála hinnar prentuðu útgáfu skrifar Sibbern hins vegar aðeins
þetta til stuðnings þeirri staðhæfingu að á íslandi séu ennþá til lær-
dóms- og gáfumenn:
Ágætur og hálærður ungur maður, íslendingurinn JONAS TOR-
CHILLVS [svo], dvaldist í híbýlum mínum og hafði við mig samneyti í
eitt ár og rúmlega það. Ef ég gæfi honum ekki góðan vitnisburð að öllu
14 Jón Þorkelsson 1910:1:17, nmgr.; Finnur Jónsson 1775:111:547, nmgr.; Idea:
179. Aðrar heimildir um þátt Jóns Thorkillius í verkinu styðjast við Ævisögu
Jóns Þorkelssonar. Halldór Hermannsson segir í Catalogue of the Icelandic
collection bequeathed by Willard Fiske (1914:520); „This work is said to be
written for the most part by Jón Þorkelsson", en þau orð eru þaðan tekin upp
í tölvuskrár nokkurra amerískra háskólabókasafna. Páll Eggert Ólason skrifar
í Sögu íslendinga VI (1943: 233): „Hann átti mikinn þátt í ritgerð N.P.
Sibberns." En í íslenzkum æviskrám III (1950: 289) heitir það: „Hann átti
mestan þátt í riti N.P. Sibberns“. H. Ehrencron-Muller, Forfatterlexicon om-
fattende Danmark, Norge og Island indtil 1814, VIII (1930:210) segir aðeins að
Idea Historiae Literariae Islandorum „skal i virkeligheden være af ham“.