Skírnir - 01.04.2001, Page 102
96
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
SKÍRNIR
langt í danska stjórnkerfinu og á 18. öld teygði ættin sig til Nor-
egs, auk þess sem hún festi rætur í Kaupmannahöfn. Ættfaðir
dönsku greinarinnar var faðir hallarprestsins okkar, en það er
yngri bróðir hans, Friedrich (f. 1686), sem virðist hafa sest að í
Danmörku og er langafi heimspekingsins Frederik Christian
Sibbern (1785-1872), sem nú er sennilega þekktastur fyrir að hafa
verið kennari Sorens Kierkegaard.
Lítið er vitað um uppvöxt Nicolausar Petrusar annað en það
að hann fæddist í Gluckstadt, þegar faðir hans var ennþá djákni
við borgarkirkjuna. Hins vegar virðist hann hafa lært í Jena og
ennþá er til eftir hann á prenti guðfræðifyrirlestur, Um sæluna í
ríki náðarinnar (De beatitudine in regno gratiae), sem hann flutti
árið 1709 við háskólann í Jena. Ritgerð þessi var eins konar varn-
arræða fyrir föðurinn, dugmikinn guðfræðing, sem átti lengi í
deilum við yfirmenn jósku kirkjunnar fyrir kenningu sína um
sælu trúaðra í þessu lífi, en þeir höfðu jafnvel gefið í skyn að hann
boðaði annarlega kenningu (heterodoxia). Svo virðist sem í
Gluckstadt hafi ríkt meira frjálsræði í trúmálum en annars staðar í
ríki Danakonungs. A Mikjálsmessu árið 1725 var Finnur Jónsson,
síðar biskup, staddur í Gluckstadt.17 Þangað hafði hann komið
með haustskipi frá Búðum. Finnur lýsir athöfnum sínum svo þann
dag: „var eg fyrst ved hoypred(ikun) í þeirri Lúth(ersku) sydan í
þeirre Cathol(sku) sydan til tolfpred(ikunar) i Luth(ersku) aftur
til aftansaungs i þeirre Cathol(sku) og sydast til aftansaungs i
Luther(sku) k(ir)ki(unn)e.“ Tólf dögum fyrr, hinn 17. september,
hafði hann einnig verið „ved Júdamessu“.18 Finnur segir einnig að
á meðan hann var í borginni hafi komið 700 hermenn frá Olden-
burg sem fara áttu til Holstein, en Gluckstadt var um þær mund-
ir eitt stærsta hervirki ríkisins.
Háskólafyrirlestur (dissertatio) Nicolausar Petrusar var ekki
fyrsta ritið sem gefið var út eftir hann. Um tuttugu og tveggja ára
17 Þeir Jón Thorkillius virðast þó ekki hafa hist. Finnur kom til borgarinnar 3.
september, eins og hann tekur fram í örstuttum dagbókarfærslum um ferðina
(Lbs 135 8vo), en Jón segist í sjálfsævisögu sinni hafa komið til Kílar á Mikjáls-
messu (29. september). Hvorugur getur hins.
18 Lbs 135 8vo:121v.