Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 103
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 97
að aldri hafði hann birt á prenti Schediasma de lihris latinorum
ecclesiasticis in quo praecipui latinae ecclesiae veteris et modernae
romanae libri liturgici [íc. recensentur] (Skrá yfir kirkjuleg rit á
latínu, einkum messugjörðarbækur hinnar gömlu latnesku kirkju
og Rómakirkju nútímans), sem prentuð var í Wittenberg árið
1706. Hlaut verkið lof sem lærdómsrit.19 Ekki skrifaði hann önn-
ur guðfræðirit, en þó voru prentaðar eftir hann tvær stólræður á
þýsku í Glúckstadt árin 1719 og 1722. Einnig liggja eftir hann fá-
ein erfiljóð (sjá heimildaskrá).
Árið 1712 lést faðir hans, borgarkirkjupresturinn, úr drepsótt
sem herjaði á Glúckstadt, en veturinn 1712-13 hafði Norður-
landaófriðurinn mikli borist til Holstein. Sama ár sjást merki þess
að Sibbern yngri hafi snúið sér að öðru en guðfræði, en það ár gef-
ur hann út rit þar í borg með heitinu Norwegia monarchica et
christiana, ex Snorreo Sturlesonio enucleata, præcipua regum
Norwegorum medii œvi acta complectens, autore Christiano Jacohi
0rn. Ex manuscripto edita, brevique genealogia et chronologia
aucta (Noregur sem konungsríki og kristið land, samantekt Christ-
ians Jacobs 0rn úr Snorra Sturlusyni um helstu afrek Noregskon-
unga á miðöldum, gefið út eftir handriti með stuttum viðaukum
um ættfræði og tímatal).
Tveimur árum síðar, 17. apríl 1714, var hann kallaður til prests-
embættis í höll Danakonungs í Glúckstadt, sem var án efa mikill
heiður. Danakonungur gisti ekki ósjaldan í höll sinni í Glúckstadt.
Þegar Finnur Jónsson var þar í borginni í september 1725 komu
konungur og drottning einmitt í þriggja daga heimsókn. Gera má
ráð fyrir að hallarpresturinn hafi einkum haft hlutverki að gegna
þegar svo bar undir. Sibbern hefur líklega notið fjölskyldutengsla
sinna til þess að ná því embætti, því að við vígsluna í Rendsborg
á fyrsta sunnudegi í Trínitatis sama ár, var hann leiddur inn af
mági sínum Albrecht Christian Kirchhoff, presti í Beydenfleth.
Ekki er ljóst hvort hið nýja áhugasvið Sibberns, saga hins
dansk-norska konungsríkis, átti einhvern þátt í embættisframan-
um hjá Friðriki IV (1699-1730), konungi af Danmörku og hertoga
19 Moller 1744:1:627.