Skírnir - 01.04.2001, Page 109
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 103
P.I. svarar að mestu leyti til Sectio I eða De lingva Islandica prisca
et moderna (bls. 180-90) í I.H.L.lP Þó er latínan oft og tíðum
nokkuð breytt og betrumbætt og Sibbern hefur af lærdómi sínum
aukið kafla Jóns með efni sem hann hefur frá ritum íslenskra,
danskra, sænskra, enskra og þýskra höfunda. Vandinn er sá að
ekki er hægt að vita hversu mikið Jón hefur breytt texta P.I. frá
handritinu sem hann skildi eftir í Glúckstadt. Óhætt virðist þó að
gera ráð fyrir að hann hafi haldið eftir uppkasti eða afriti af því,
sem hann hefur notað til þess að skrifa P.I. Viðaukar Sibberns eru
hinir gagnlegustu og styðja röksemdafærsluna, en bæta þó fáu
nýju við þau rök og skoðanir sem sett eru fram í verkinu. Næsti
kafli, De Runis Islandorum (bls. 15-23) í P.I., samsvarar Sectio II
(bls. 190-97), sem hefur nákvæmlega sama heiti í I.H.L.I., en hið
sama á við um hann og kaflann á undan, þ. e. að Sibbern hefur end-
urskrifað hann og bætt við ýmsum upplýsingum og lærðum tilvís-
unum í önnur rit.
Sibbern hefur t. d. bætt við skemmtilegri sögu af fölsuðu rúna-
handriti af Hjálmþés sögu og Ölvis sem gert var af Svía nokkrum
eftir skinnbók sem hann hafði fengið með einhverjum hætti frá Is-
landi. Eftir að hafa afritað söguna á skinnblöð með gullrúnum
fékk hann ritið í hendur bónda nokkrum sem skyldi óhreinka það
og þvæla og færa svo á markað þar sem falsarinn gæti „uppgötv-
að“ það í vitna viðurvist (bls. 193-94). Segir sagan að falsarinn hafi
hlotið mikla frægð meðal Svía af þessu uppátæki, en Jóhann Per-
ingskjöld gaf falsaða handritið út um og eftir aldamótin 1700.
Sibbern segir aðeins að sér hafi verið „sögð sagan af einum lærð-
um vini sínum“ (narratio mihi a docto quodam amico facta), en
segist ekki vilja ábyrgjast trúverðugleika hennar. En nú geymir
skráin aftan við sjálfsævisögu Jóns (NKS 399f 8vo), yfir handritin
23 P.I. hefur einnig að geyma fimm kafla auk þeirra fjögurra sem samsvara I.H.L.L
Þessir kaflar eru: Qvomodo Eruditis succedat Islandica, prœcipue Philologica,
adtingere (49); De Lihris Islandicis Hafniæ videndis (65); De notitia Islandiæ in
lihris Historico-Geographicis exterorum (68); De Lihris ad Excercitia Pietatis
apud Islandos veteres et hodiernos usitatos (95); Recensus qvaliscunqve insign-
um apud exteros virorum Danorum, qvi de islandis patria egressis nec non Stu-
diis illorum hene meruere [hér er stuttlega minnst á Sibbern] (137); Facies
Reipuhlicæ et Insulæ (159).