Skírnir - 01.04.2001, Síða 115
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 109
in augum hjá landa sínum Theodorus Ionae Wigfusius, eða Þórði
Jónssyni biskups Vigfússonar (1672-1720), prófasti á Staðastað á
Snæfellsnesi, íslensk-grísk-þýsk-dansk-latneska orðabók, og að
sami maður hafi látið eftir sig mörg og margvísleg vísindarit, sem
Sibbern telur upp. Aftar í kaflanum er eftirtektarverð athuga-
semd:
Við öll þessi verk vildi ég bæta drögum að íslensk-latneskri orðabók eft-
ir Jonas Thorcillvs, vin vorn, sem ég sjálfur hef skýrt með fyllri athuga-
semdum að hætti orðalista í fornfræði [Glossarium Antiquitatuni], en um
útgáfu þess má gera sér vonir með tíð og tíma, ef guð gefur mér líf, og árn-
aðarmaður norrænna tungumála greiðir kostnaðinn við prentunina. (224)
En Sibbern entist ekki aldur til þess að koma þessari orðabók á
prent, ekki frekar en ritinu sem hér er vitnað til. Ef lesandanum
finnst nú að þessi fræði fjalli meira um starf og viðhorf fræði-
manna sem fengust við íslenskar bókmenntir á ofanverðri 18. öld,
en um bókmenntirnar sjálfar, þá hlýtur sá grunur að staðfestast
þegar kemur að fjórða og síðasta kaflanum sem Jón skildi eftir í
Glúckstadt.
Fjórði kaflinn í P.I. sem nefnist Qvid præcipue qvxrendum sit
Erudito non Islando in Eruditione Islandorum, bls. 44-49, sam-
svarar Sectio IV í I.H.L.I., sem nefnist De eo, qvod praecipve
Qvaerendum sit Ervdito non Islando, in Islandorum stvdiis, ag-
ens, bls. 226-28. Hér er komið beint að efninu og Jón gefur góð
ráð Sibbern og þeim mönnum sem eins og hann hafa áhuga á ís-
lenskum fræðum. Þótt Sibbern virðist í þessum kafla aðeins hafa
lagað stílinn á stundum illskiljanlegri latínu Jóns til þess að koma
merkingunni betur til skila, kemur fyrir að hann sleppi því sem er
áhugavert eða misskilji texta Jóns. Vandinn við að bera saman
textana tvo er hins vegar sá að þó svo að vitað sé að Sibbern hafi
skrifað ofan í orð Jóns er ekki alltaf ljóst hverju hann hefur breytt,
því Jón gæti einnig hafa gert breytingar á kaflanum í P.I. frá hand-
ritinu sem Sibbern notaði í Glúckstadt. Hér á eftir fylgir þýðing
kaflans eins og hann stendur í I.H.L.I. með nokkrum úrfellingum:
... Ljóst er af ofansögðu að Islendingar hafa náð miklum árangri í bók-
menntum með hjálp annarra, en jafnframt að þeir hafa lítinn áhuga á því
að skrifa bækur, og eru næstum því áhugalausir um útgáfu þeirra. Þá setja