Skírnir - 01.04.2001, Side 116
110
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
SKÍRNIR
þeir fræðastörfum sínum það markmið að með því að liggja yfir bók-
menntum sanni þeir a.m.k. að þeir séu ekki ómenntaðir eða hatursmenn
bókmennta, og auk þess vilja þeir, á meðan þeir rýna í fræðastörf annarra
þjóða, velja úr það sem þeim sýnist gagnlegt, og beita því til að hjálpa
sjálfum sér og þjóð sinni ... Hver, spyr ég, mun krefjast meira af þeim í
þessum efnum, þar sem að þeim steðja iðulega fleiri vandamál en að öðr-
um þjóðum hins menntaða heims að því er varðar samningu og prentun
bóka? Það nægir, ef þeir geta tínt til eða sýnt einhverja höfunda bóka, til
þess að ekki sé hægt með réttu að kalla þá ókunnuga menntagyðjunum,
vegna þess að þeir hafi ekkert skrifað. Okkur nægir hér að telja Arngrím
[Jónsson], Þorlák [Skúlason] og, ef hægt er að flokka hann sem Islending,
sjálfan Þormóð Torfason, svo ég nefni ekki alla þá sem áunnið hafa sér
frægð meðal síðari tíma manna fyrir störf sín við þýðingar eða samningu
bóka af eigin rammleik á íslensku. En þó að við segjum sem svo að bæk-
ur séu ekki ýkja oft skrifaðar af íslendingum, og ennþá sjaldnar prentað-
ar, þá geyma þær eigi að síður það sem fær erlenda og áhugasama fræði-
menn til þess að staldra við um stundarsakir; nefnilega það að handritin
fornu, sem varðveita sögu lands þeirra og Noregs, auk Danmerkur og
Englands, eru fjársjóðir sem ekki ber að vanmeta. Þessum handritum eru
íslendingar þessir að bjarga frá eyðileggingu og endursegja efnið lærðum
mönnum, leiðrétta mynd þeirra, og senda þau til útgáfu til manna sem
þeir þekkja vel sem stuðningsmenn [patroni] fræðastarfa sinna. Ég myndi
halda að ritmenjar \monumenta\ fornra íslenskra sagnarita hafi alla burði
til þess að afla þessari þjóð nokkurrar virðingar meðal útlendinga. En það
er aðeins eitt vandamál: Sá sem er áhugasamur um þessi fræði þarf fyrst
að afla sér nauðsynlegrar þekkingar á málinu eða að verða sér með viðeig-
andi hætti úti um úrval fágaðra þýðinga á handritum og ritmenjum (eins
og ég hef bent á í framansögðu). En þar sem ýmislegir erfiðleikar munu
verða á vegi þess sem ætlar sér að læra þetta tungumál, fæ ég mig ekki til
þess að trúa því að nokkur lærður maður sé svo staðfastur, að hann nái
tökum á þeim hárfínu blæbrigðum sem tunga þessi býr yfir, jafnt í orðsifj-
um sem í setningabyggingu, svo að hann geti loks hrósað sigri, eftir að
hafa þolað allt það harðræði sem það krefst. Af þessum sökum ættu lærð-
ir menn að nota þýðingar hinna betri manna, fengnar beint frá sjálfu Is-
landi, og þannig eiga þeir að lesa handritin, því ég mun aldrei gerast for-
svarsmaður þess að lærdómsmaður sem ekki er Islendingur treysti eigin
tilfinningu ... Ég sagði að það þyrfti að leita að og kaupa þýðingar af
bestu gerð og valin handrit. Þetta ráð kemur að mestu gagni ef komið er
á bókmenntalegu viðskiptasambandi [commercia literarum] við sjálfa Is-
lendinga, og það við hina merkari, en það eru einkum biskupar, prófastar
og aðrir prestlærðir menn, sem fúslega [libenter] myndu selja þau sögu-
handrit sem varðveitt eru frá forneskju fyrir prentaðar bækur, og leggja
ofan á þýðingu í kaupbæti, ef farið væri fram á það ... Þeir munu jafnvel