Skírnir - 01.04.2001, Page 117
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 111
geta borið saman tungumál sitt við tungur annarra þjóða og athugað hvað
tilheyrir einni og hvað annarri, svo ekki sé minnst á nákvæma útskýringu
skáldskaparins, svo ljóst sé hvað hann hefur til að bera af íþrótt og aðferð
við kvæðagerð umfram skáldskap annarra norrænna þjóða. Dæmin um
Worm, Stephanius, Resen, Bartholin og fleiri vitna um að lærðir menn
sem ekki eru Islendingar kunna vel að meta þetta og annað slíkt, því hvað-
eina sem íslendingar sjálfir miðluðu þeim af þess háttar, töldu þeir vert
greiðasemi og lofs ...
Hægt væri að lýsa inntaki þessa merkilega kafla einhvern veginn
svo: Hin húmaníska réttlæting fyrir því að Islendingar séu ekki
barbari, orð sem er nánast samheiti fyrir illiterati, ólæsir og
óskrifandi á latínu, er að þróast frá því að vera spurning um það
hvort Islendingar kunni eitthvað fyrir sér í klassískum forntung-
um og bókmenntum (þess vegna eru aðeins latínuhöfundarnir
Arngrímur, Þorlákur og Þormóður nefndir hér) í það að verða
spurning um hvort íslensk tunga og bókmenntir á því máli séu
þess virði að vera upphafnar til jafns við hinn latneska bók-
menntaarf, þannig að íslenskt læsi, skriftarkunnátta og þekking á
íslenskum bókmenntum nægi til þess að hrista barbaraorðið af Is-
lendingum og gera þá lærða. Jón og Sibbern eiga við bækur Islend-
inga á latínu þegar þeir segja að Islendingar séu áhugalitlir um að
skrifa bækur og næstum því áhugalausir um að gefa þær út fyrir
útlendinga. Þýðingar og frumsamin rit Islendinga á íslensku eftir
siðaskipti vega ekki svo þungt á þessum vogarskálum að það taki
því einu sinni að minnast á þau nema rétt í framhjáhlaupi (sbr.
klassíska stílbragðiðpraetentio: „svo ég nefni ekki ... “).
Það eru aðeins hinar svokölluðu fornu ritmenjar (monumenta)
eftir íslendinga á fornmálinu (sem ekki er aðeins íslenska í skiln-
ingi þessara manna, heldur sameiginlegt tungumál næstum alls
Norðursins, eins og segir í kaflanum um íslenska tungu á bls. 180)
sem uppfylla þetta skilyrði. Miðaldahandritin eru hér orðin menj-
ar (monumenta) um glæsta fortíð Norðursins, og þau eru talin
helsta aðdráttaraflið fyrir lærðan „ekki Islending“. Islendingar
síðari tíma eru taldir þurfa hjálp erlendra fræðimanna og það er
aðallega fyrir þeirra liðsinni sem þeir eru sagðir taka framförum.
Fornritin íslensku (sem í raun voru þá aðeins nokkur hundruð ára
gömul) hafa alla burði til að afla Islendingum virðingar hjá erlend-