Skírnir - 01.04.2001, Page 119
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 113
safnriti fyrir óútgefin verk látinna lærdómsmanna? I formálanum
að P.I. segist Jón hafa frétt andlát Sibberns þegar hann var kominn
til íslands. Þangað fór Jón 1728 og gerðist rektor í Skálholti og lét
ekki af því embætti fyrr en árið 1737, þegar hann hélt aftur til
Danmerkur. Einhvern tíma á þessu tímabili lést Sibbern. Eina
heimildin sem kemst nærri dánarári Sibberns er rit Huitfeldt-Kass
um fjölskyldusögu Sibbernanna, Efterretninger om Familien
Sibbern, sem prentuð var í 105 eintökum í Kristjaníu árið 1890.
Um dauða Sibberns segir þar: „Hann lést þegar árið 1728 og lét
eftir sig eiginkonu að nafni Johanna, en ekki virðist hann hafa átt
með henni börn.“28
Engin ástæða væri til að rengja þessa annars áreiðanlegu heim-
ild, ef ekki væri handrit eftir Sibbern í Konunglega bókasafninu í
Kaupmannahöfn, NKS 1850 4to, sem á blaðsíðu 1-38 hefur að
geyma ritgerð sem ber yfirskriftina „Conamina historiæ litterariæ
Islandiæ. Incepta Gluckstadii die xiii. Septembris MDCCXXIX",
eða Tilraunir um bókmenntasögu Islands. Byrjaðar í Gluckstadt
þann 13. september 1729. Eins og nefnt var að framan er hér kom-
ið handritið sem lög- og sagnfræðingurinn Johann Carl Heinrich
Dreyer (1723-1802) hefur notað þegar hann gaf Idea Historiae
Literariae Islandorum út árið 1760. Þetta má sjá af því að á bls. 22
og 23 í handritinu er tafla yfir rúnir sem vísað er til í textanum á
blaðsíðu 23 (ceu ex tabella heic adjecta videre est), en sama tilvís-
un kemur einnig fyrir í prentaða textanum á blaðsíðu 192 (ceu ex
tabella heic adiecta videre est) þótt enga rúnatöflu sé þar að finna.
Handritið sjálft virðist vera texti Sibberns, annaðhvort eiginhand-
arrit eða eftir skrifara, og byrjað árið 1729. Fljótlega eftir 1730 hef-
ur hins vegar annar Þjóðverji komið að því og bætt við nokkuð
langri athugasemd á blaðsíðu 3, sem m.a. geymir framansagða um-
sögn um Jón Thorkillius, sem síðan hefur verið færð inn í megin-
mál formálans í prentuðu útgáfunni með smávægilegum lagfær-
ingum. Athugasemdin er skrifuð að Sibbern látnum, eins og sjá má
á þessum orðum: „Þetta eru orð Herra Nicolausar Petrusar Sibbern,
frómrar minningar, hallarprests í Gluckstadt" (Hæc sunt verba Dn.
28 Huitfeldt-Kass 1890:2.