Skírnir - 01.04.2001, Page 126
120
KIRSTEN TOLF
SKÍRNIR
hafa komið frá Sigfúsi sem segir afdráttarlaust: „Margrét var ekki
stofnandi Freyju. Fíugmyndin var mín.“* * 4 Það er engin ástæða til
að draga fullyrðingu Sigfúsar í efa, því að fyrir stofnun Freyju
hafði hann sýnt bæði áhuga og vilja til að styðja kvenréttinda-
hreyfinguna. Hann hafði lesið verk Johns Stuarts Mill um frelsi
kvenna, sem Jón Ólafsson hafði þýtt á íslensku, og fyrirlestra Brí-
etar Bjarnhéðinsdóttur og 1889-1890 hélt hann opinbera fyrir-
lestra um þetta efni í Winnipeg og Islendingafljóti.5 En það var
ekki fyrr en hann giftist Margrjeti að hugmyndinni var hrint í
framkvæmd, þótt engar vísbendingar finnist um að hún hafi verið
virk í kvenréttindahreyfingunni áður en hún kynntist Sigfúsi.6
Margrjet fluttist til Norður-Ameríku ári á undan Sigfúsi, en hún
kom ekki til Kanada fyrr en árið 1891, því að hún hafði búið
fyrstu fjögur árin í Norður-Dakóta og unnið fyrir sér sem heimil-
ishjálp á meðan hún stundaði nám í Bathgate College. Margrjet og
Sigfús virðast hafa kynnst í Winnipeg þar sem Margrjet var í
kvöldskóla að læra hraðritun, vélritun og bókfærslu. Þau giftust
árið 1893 og settust að í Mikley á Winnipegvatni.
Grunnurinn að Freyju var lagður á heimili ættingja Sigfúsar,
Stefáns B. Jónssonar og Jóhönnu Sigfúsdóttur, í Winnipeg árið
1897 þegar hjónin voru þar í leit að betur launaðri vinnu. Sigfús
vann í málningarvinnu með það fyrir augum að afla fjár til fram-
taksins og Margrjet fór til Norður-Dakóta til að flytja erindi um
kvenréttindi og fyrirhugað tímarit og afla þannig áskrifenda. Með
því að taka lán sem vinir þeirra útveguðu í janúar árið 1898 tókst
þeim að koma á fót prentsmiðju, sem kölluð var Freyja Printing
and Publishing Co., í litlum rauðum kofa í norðurhluta Selkirk og
hvorki rök fyrir, né sönnur á, að heimsókn Ólafíu hafi verið hvatinn að stofnun
ritsins.
4 Sigfús B. Benedictsson 1941: 7.
5 Sigfús B. Benedictsson 1941: 3.
6 Johnson fullyrðir að Margrjet hafi flutt sinn fyrsta opinbera fyrirlestur árið
1893, en hún vísar ekki á neina heimild fyrir þessari fullyrðingu sinni, né heldur
er neina heimildaskrá að finna með ritgerðinni (1994: 121). Þetta ár kynntist
Margrjet Sigfúsi sem segist „æði oft [hafa] veitt henni aðstoð, en sérstaklega með
að semja handa henni fyrirlesturinn, sem hún flutti svo víðs vegar um bygðir ís-
lendinga“ (1941: 7).