Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 129
SKÍRNIR
TIL VARNAR MANNÚÐ OG JAFNRÉTTI
123
Utan þessa samfélags fengu konur í besta falli að kjósa skóla-
nefndarfulltrúa og kjörna embættismenn til sveita. Margrjet taldi
þetta algjörlega óviðunandi:
Það er jafnrétti sem konur fara fram á, jafnrétti við karlmenn. Jafnrétti í
atvinnugreinum, jafnrétti í lagavernd og jafnrétti í borgaralegri þegn-
stöðu. Að konur ekki fá atkvæðisrétt er þeirra stærsta mein. Á meðan þær
ekki fá þann rétt, geta þær ekki beitt áhrifum sínum á löggjöfina. Konur
þyrftu að komast á þing, komast í opinbera stjórnarstöðu, þá fyrst væri
hægt að segja um gildi þeirra í borgaralegum félagsskap. Konur eru born-
ar til þessara réttinda, á því er enginn efi; að þær eru hæfilegar fyrir þau
réttindi, er löngu sannað. Að þær bæti allan félagsskap sem þær eru í, er
viðurkent. Að siðgæði er þar á hæztu stigi sem konur hafa mest áhrif, er
viðurkent meðal þeirra þjóða sem standa á hæztu menningarstigi. Að
konur ekki ættu að vera á kosningafundum hefur þá einu ástæðu til varn-
ar, að karlmenn megi ómögulega missa þann gamla hegðanmáta að bölva
og skammast auga fullir. Að það sé ókvennlegt að greiða atkvæði við
kosningar, er á líkum rökum byggt og að sagt væri karlmannlegt að velta
fullur ofan í forarræsi á heimleið úr kosninga túr. [...] Að skerða frelsi eða
rétt einstaklingsins er kallað rangt; því skyldi það þá ekki vera rangt að
skerða rétt hálfs mannkynsins? (1:2 [1898]: 4-5)
Ólíkt mörgum öðrum baráttukonum fyrir kosningarétti kvenna
taldi Margrjet karla ekki bera ábyrgð á að konur fengju ekki að
kjósa og hún viðurkenndi hiklaust að „þeir sem mest og bezt hafa
barist og berjast fyrir réttindum kvenna, eru karlmenn en ekki
konur“ (1:2 [1898]: 4). Hina raunverulegu óvini og svikara - kon-
urnar sjálfar - var fremur að finna í eigin búðum, hvort sem það
stafaði af fáfræði eða skeytingarleysi: „Alment situr kvennfólkið
hjá og lætur sig litlu skifta hvernig fer“ (1:2 [1898]: 4). Margrjet var
á því að þessar konur þyrfti að upplýsa og hrífa, því að rödd
kvenna gæti einungis heyrst ef konur stæðu saman í sterkum og
vel skipulögðum félögum. Hún byrjaði á því að ávarpa líknarfélög
kvenna, því að konur í þeim höfðu þegar sýnt með verkum sínum
að þær væru reiðubúnar að láta til sín taka utan heimilisins. Hún
brýndi fyrir þeim að taka höndum saman:
Það sem konur þurfa fyrst að læra er að í SAMTÖKUM er VALD; og
slíkt vald fæst aðeins með félagskap og slíkur félagskapur getur svo að-
eins þrifist, að einstaklingarnir sem mynda hann, séu ‘prinsipinu’ trúir og
leggi eitthvað í sölurnar fyrir hann. (1:2 [1898]: 4)