Skírnir - 01.04.2001, Qupperneq 130
124
KIRSTEN WOLF
SKÍRNIR
Hún bar vestur-íslenskar konur saman við konur heima á íslandi,
en þær voru virkar í stjórnmálum og benti Margrjet á að þær
hefðu afhent Alþingi bænarskrá með næstum 7000 undirskriftum
og spurði síðan:
Hefur vestur-íslenzka kvennfólkið sýnt nokkurn slíkan áhuga á nokkru
málefni sem hér hefur verið á dagskrá? Nei, engin slík samtök hafa átt sér
stað. Það eru að vísu til mörg kvennfélög, en hvað eru þau að gjöra? Með
örfáum undantekningum að vinna fyrir kirkjuna, sem er ef til vill ekki
lastvert; en þau gætu gjört fleira. Hvað ef öll þessi kvennfélög sameinuð-
ust í eina heild, til að vinna að einhverjum alþjóðlegum málum, t.d. vernd
verkalýðsins gagnvart auðvaldinu, þessu voðalega valdi, sem allur
heimurinn titrar og skelfur fyrir. [...] Konur gætu á fáum árum náð jafn-
rétti, ef þær aðeins vildu. Þær gætu það með samtökum og með bænar-
skrám, sem vinir þeirra, kvennfrelsis og mannvinirnir, mundu með mestu
ánægju ljá allt sitt fylgi, því þeir eru margir. (1:2 [1898]: 4)
Orðugt er að meta bein áhrif fyrstu leiðara Margrjetar. Aug-
ljóst er af síðar útgefnu tölublaði Freyju (1:11 [1898]) að ekki voru
allir lesendur sammála henni, því þar er löng svargrein hennar til
þeirra sem áhyggjur höfðu af heimilishaldi og uppeldi barna ef
konur fengju sömu réttindi og karlar og færu að skipta sér af
stjórnmálum. Auk þess nefnir hún í jólakveðju sinni til lesenda ári
síðar (11:11 [1899]) að Freyja hafi mætt andstöðu vegna þess að
hún sé kvennablað og óháð í stjórnmálum. Engu að síður hélt hún
tryggð við hugsjónir sínar og þótt áherslur og stíll Freyju ætti eftir
að þróast nokkuð með árunum var haldið fast í þau markmið sem
sett voru fram í fyrsta tölublaði.11 I samræmi við það birti
11 Sjá t.d. leiðara hennar í Freyju í ágúst 1905 (VIII:1): „Eftir föngum hefi ég fylgt
þeirri stefnu, sem auglýst var í fyrsta númeri Freyju, og framvegis mun ég halda
henni áfram, að svo miklu leyti sem hægt er, þó ég sé orðin það vitrari við
reynzluna, að ómögulegt sé að halda fram nokkurri stefnu svo að hún ekki
eignist andstæðinga og um leið óvini, jafnvel þó sneitt sé hjá hinum almennu
deilumálum, svo sem stjórnmálum og trúarbrögðum. Einnig hefur reynzlan
kennt mér það, að jafnrétti kvenna fáist aldrei, nema í gegnum pólitík. Þar af
leiðandi verða þeir, sem fyrir slíkum málum berjast, að ganga þá einu leið sem
að því sigurs takmarki leiðir, eða sleppa þeim með öllu. Með ánægju get ég nú
bent á það að Freyja sé hið eina vestur-íslenzka blað sem nú er uppi og náð hef-
ir sjö ára aldri, án þess að verða flokksblað. Óháð blað ætlar hún að verða, og
upp á það lifa og deyja“ (6).