Skírnir - 01.04.2001, Page 142
136
KIRSTEN WOLF
SKÍRNIR
Heiðraði herra,
Hvers vegna gjörir þú yfirlýsingu í Heimskringlu um að þú afsalir þér
Freyju og öllu sem henni viðkemur, prentsmiðju, skuldum o.s.frv. En
tekur um sama leyti alla þá stíla er þér þótti þörf á úr lokaðri prentsmiðj-
unni? Að þú gjörðir þetta, ber síðasta 20. öldin þín vitni um. Að þú viss-
ir að þú áttir enga heimild til þess vottar bæði það að þú baðst mig að lána
þér prentsmiðjuna, og síðar að selja hana kunningja þínum. Að þú gerðir
það síðara er sá sem þú sendir vottun um. Fúsi þér er að fara fram!! Hvers
vegna komst þú skælandi með drenginn okkar og baðst mig taka hann af
þér 24. ágúst í sumar. Var það af því að matmóðir þín færi svo vel með
hann, eða af því að þú vissir að þú mundir losna við hann alveg á þann
hátt. - Eins og þú líka gjörðir, þegar ekki dugði að hindra fyrir mér út-
gáfu Freyju eða festa póstinn minn í þeirri von að ég skrifaði undir samn-
inginn þinn.
M.J.B.
íslendingar í Winnipeg tóku ekki þátt í ritdeilum þeirra
Margrjetar og Sigfúsar, sennilega vegna þess að þær snerust að
hluta um einkamál þeirra. Hins vegar birtist 26. október 1911 í
Heimskringlu opið bréf til Margrjetar frá íslensku líknarfélögun-
um „Hlín“ og „Frækorni“, undirritað af Eirikku S. Sigurðsson og
Oddfríði Johnson, þar sem hún var hvött til að hefja útgáfu á
Freyju að nýju. Segjast þær hafa safnað 60 dölum til þess að styrkja
útgáfuna og biðja Margrjeti að láta vita hversu mikils fjár sé þörf.27
Meðal þeirra frumgagna sem varða Margrjeti er til svarið sem hún
ritaði:
Herra ritstjóri Heimskringlu.
Ég verð að biðja yður að lána fylgjandi línum rúm í blaði yðar. Það er nú
svo komið að ég verð að svara áskorun félaganna Hlín og Frækorn ásamt
prívat samskonar áskorun frá ýmsum öðrum þar sem peningar hafa í
flestum tilfellum fylgt. Þessi upphæð er í kringum $75.00. $25.00 frá ein-
um og þar fyrir neðan. Ég get ekki byrjað Freyju svo hún sé sjálfstæð á
minna en $500.00 til $1000.00 dölum. Hún á enn þá útistandandi gamlar
skuldir kringum $1000.00 dali. Kæmu þeir þyrfti ekki meira með. Nú vil
27 Margrjet hafði þegar árið 1905 (VIII:4) látið vita að Freyja væri í fjárhagsvand-
ræðum: „Freyja á útistandandi um $1,000. Ollum sem staðið hafa í skilum [...]
þakka ég hjartanlega fyrir skilin [...]. Hina vil ég minna á, að hefðu þeir staðið
í skilum líka eða gjörðu það bráðlega, þyrfti ég ekki að selja heimili mitt, sem
ég hefi nú byggt upp að nýju og gjört að góðu húsi“ (96).