Skírnir - 01.04.2001, Page 150
144
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
II.
Áður en lengra er haldið er rétt að kynna nokkuð kenningar Al-
exanders McGill um þjóðfrelsisbaráttu Islendinga og Ira. Auk The
Independence of Iceland skrifaði hann um svipað leyti þrjár grein-
ar í tímaritið Liherty, þar sem fram kemur sú skoðun hans að írsk-
ir þjóðfrelsissinnar gætu margt lært af staðfestu íslendinga, sem
aldrei höfðu hvikað hið minnsta frá kröfunni um sjálfstæði frá
Dönum.12 Þjóðirnar deildu þeirri ógæfu að hafa lotið stjórn ger-
ræðislegra nýlenduvelda og var það skoðun McGills að fáir hefðu
mátt þola jafnmikið arðrán af hálfu erlends valds og Islendingar.
Einokunarverslun Dana var McGill sérstaklega hugleikin í þessu
sambandi en ekki bættu úr skák hörmungar eins og þær sem
dundu yfir Islendinga 1783-86. Jarðhræringar og eldgos lögðu þá
hundruð býla í eyði, búfénaður drapst og landsmenn allir máttu
þola hungursneyð og skæða bólusótt. Hin „fávísa" stjórn í Kaup-
mannahöfn lét sér ekki detta í hug annað úrræði en að flytja alla
íbúa eyjunnar til hinna lítt byggilegu heiða Jótlands. Taldi McGiIl
uppástungu Dana með öllu óréttlætanlega en hann grunaði þó að
margir óvitrir stjórnmálamenn á Englandi hefðu vel getað hugsað
sér að flytja gervalla íbúa Irlands miklum mun lengra í burtu en
þetta, „... til staða sem ekki enn er búið að staðsetja á landa-
korti“.13
Allur málflutningur McGiIls er til vitnis um að hann taldi hag
hverrar þjóðar ávallt best borgið þegar hún færi sjálf með völd í
eigin málum.14 Erlent stjórnvald bæri aldrei hag íbúanna fyrir
12 Efni greinanna í Liberty skarast að verulegu leyti við efni The Independence of
Iceland en þó er að finna í hinni þriðju ítarlegri vangaveltur um stöðuna í frels-
isbaráttu íra einmitt þá stundina. Liberty er varðveitt á British Library í
London (dagblaðadeild) en blaðið var gefið út um tveggja ára skeið, 1919-21, í
Glasgow.
13 Alexander McGill, „The Resurrection of Iceland", Liberty, maí 1921, bls. 67.
14 „Þegar skyldar þjóðir eru reyrðar járnviðjum gerráðrar miðstjórnar, er banda-
lagið ekki heilbrigt,“ skrifaði McGill í Eimreiðina árið 1926. Hann taldi þjóða-
samsteypuna á Balkanskaga og samsteypur þær frá 1707 og 1801 sem gerðu
Skotland, England og Irland að einni ríkisheild dæmi um slík óheilbrigð þjóða-
bandalög. „írska þjóðin er sérstakur kynstofn og unni aldrei sambandinu [við
Bretland]. Ástæðan fyrir því, að írar losnuðu loks úr sambandinu við Breta, var
sú, að þessar þjóðir eiga ekkert sameiginlegt, sem máli skiptir.“ Alexander
McGill, „Bókmentavakningin skozka", Eimreiðin, 32. ár (1926), bls. 22.