Skírnir - 01.04.2001, Side 155
SKÍRNIR
SAMBANDSLAGASAMNINGUR ...
149
Með því að sækja þingið í London og þiggja í sífellu mola úr
hendi Breta höfðu leiðtogar Irlands fyrir daga páskauppreisnar-
manna í raun viðurkennt gildi laganna frá 1801. Fólst kenning
Griffiths - og þá um leið McGills - í því að Irar ættu að krefjast
fornra réttinda sinna, snúa þingmönnum sínum heim frá West-
minster og kalla í staðinn saman þing í Dyflinni. Með því að hunsa
allar breskar stofnanir og vera sjálfum sér nægir í einu og öllu
myndi þeim takast að fá Breta til að fallast á að þeir fengju sömu
réttindi og þeir höfðu 1782-1800.28
Segja má að Alexander McGill hafi verið á þeirri skoðun að Is-
lendingar hefðu náð árangri í sjálfstæðisbaráttu sinni af því að þeir
fylgdu (óafvitandi) líkani Griffiths.29 Þar leit McGill einkum til
orðalags í sambandslagasáttmálanum frá 1918 en þegar í fyrstu
grein samningsins var tekið fram að Island og Danmörk væru
sjálfstæð og fullvalda ríki.30 Höfuðmarkmið McGills var að
hnykkja á þeim skilaboðum Griffiths að Irum væri best að feta í
fótspor Ungverja og Islendinga. Með því að beina sjónum Ira að
baráttu annarra þjóða fyrir rétti sínum taldi McGill að vekja mætti
með þeim baráttuhug til að sigla fleyinu í örugga höfn, tryggja sér
sjálfstæði og sess á meðal þjóða. Andspænis sameinaðri og ein-
arðri þjóð myndu Bretar á endanum láta sannfærast.31
The Search for Stability (Dublin 1990), bls. 263-64. í þessu samhengi er rétt að
minna á að ekhi naut Jón Sigurðsson alltaf óskipts stuðnings landa sinna og ekki
verður því neitað að hann var lengi búsettur í Kaupmannahöfn og á launaskrá
danska ríkisins! Það kom jafnvel fyrir að haft væri í flimtingum að stjórnin
hefði keypt þennan „gimstein þjóðarinnar"; sjá Guðmund Hálfdanarson,
„Þjóðhetjan Jón Sigurðsson“, bls. 52.
28 F. S. L. Lyons, Ireland since the Famine, 2. útgáfa (London 1973), bls. 248-52.
29 Eftir að páskauppreisnin 1916 var fyrir mistök kennd við fámenn stjórnmála-
samtök Griffiths, Sinn Féin, hlutu kenningar hans meira vægi en áður. Griffith
hafði sjálfur hvergi komið nærri uppreisninni en uppreisnarmenn tileinkuðu
sér hins vegar nafn Sinn Féin og þar með var Griffith kastað inn í hringiðu
þeirra atburða sem áttu sér stað 1917-21. Um aukna róttækni þessara ára, hina
„hræðilegu fegurð“ sem Nóbelsskáldið Yeats kallaði svo, sjá grein mína „Willi-
am Butler Yeats, skáldið í miðju stormsins", Tímarit Máls og menningar, 60.
árg. (1999), 1. hefti, einkum bls. 106-107.
30 Alexander McGill, „The Independence of Iceland“, bls. 85-86.
31 Alexander McGill, The Independence of Iceland, bls. 32.