Skírnir - 01.04.2001, Page 156
150
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
„Býr Bretland yíir nægu hugrekki til að fylgja ágætu fordæmi
Dana?“ spurði McGill í grein í Liberty í júní 1921. „Bretar ættu að
viðurkenna tilverurétt írska þingsins eins og Danir leyfðu endur-
reisn Alþingis Islendinga, eða kalla saman nýja fulltrúasamkundu
írsku þjóðarinnar og fela henni það verk að semja nýja stjórnar-
skrá. Bretar ættu að kalla svartstakkahersveitir sínar heim frá ír-
landi og boða vopnahlé í stríði sínu við IRA,“ sagði McGill. Bú-
ast mætti við vingjarnlegri samskiptum íra og Breta ef friður ríkti
á írlandi og um leið yrði landið mun verðmætara Bretum.32
Á daginn kom að McGill þurfti ekki að bíða ýkja lengi eftir
tíðindum úr stríði íra og Breta og raunar voru að fæðast í London
hugmyndir um heildstæðar sambandsviðræður einmitt í þann
mund sem tilvitnunin hér að ofan birtist á prenti. Niðurstaðan úr
þeim viðræðum varð söguleg og tryggði írum fullveldi, þó að
böggull fylgdi sannarlega skammrifi, eins og vikið var að í inn-
gangi. Rétt er nú að huga að því hvernig ísland blandaðist inn í
þessa atburðarás.
III.
Hinn 24. júní 1921 ákvað David Lloyd George, forsætisráðherra
Breta, að bjóða leiðtogum írskra þjóðfrelsismanna til viðræðna í
London. Þarna var um stefnubreytingu að ræða því að Lloyd
George hafði fram að þessu litið svo á að berja ætti Ira til hlýðni.
Honum var nú orðið ljóst að Bretar höfðu vanmetið styrk írskra
lýðveldissinna og þann stuðning sem þeir nutu meðal almennings
á írlandi. Ennfremur varð stríðsreksturinn á írlandi æ óvinsælli
meðal íbúa Bretlands.33
Mikil harka hafði hlaupið í átökin. Árin 1920-21 féllu 525
breskir hermenn og á sex mánaða tímabili, frá janúar og fram í júlí
32 McGill vitnaði í þessu sambandi til bréfs sem honum hafði borist frá Snæbirni
Jónssyni, bóksala í Reykjavík, en þar fullyrti Snæbjörn að samskipti íslendinga
og Dana hefðu aldrei verið eins vinsamleg og eftir að ísland fékk fullveldi. Þá
fyrst hefðu böndin sem bundu þjóðirnar tvær orðið að lifandi taug þeirra á
milli og lýst sér í gagnkvæmri virðingu og vinsemd. Sjá Alexander McGill,
„The Independence of Iceland", bls. 86.
33 „Frá því að nútíminn gekk í garð hefur bresk ríkisstjórn aldrei virst skipta jafn
skyndilega og algerlega um stefnu,“ viðurkenndi Winston Churchill síðar. Sjá
Frank Pakenham, Peace by Ordeal, bls. 64-66.