Skírnir - 01.04.2001, Page 168
162
BIRGIR HERMANNSSON
SKÍRNIR
Sú stjórnskipan sem aðeins veitir almenningi aðgang að ákvörðunum með
kosningum á nokkurra ára fresti og bindur formlega ráðgjöf við stofnan-
ir flokka og faglegra samtaka er í reynd aðeins rammi frá liðinni tíð. Við
eigum núna möguleika á endurreisn hins raunvirka lýðræðis, veruleika,
þar sem fólkið sjálft fer með valdið. Hinn gamli rammi villir þó áfram
mörgum sýn sem telja, að forystan hljóti jafnan að vera í fárra höndum.
Hér er að mörgu að hyggja. I fyrsta lagi ber að athuga þá bjartsýni
á möguleikum tækninnar sem hér birtist: tæknin er að breyta inni-
haldi lýðræðisins. Sumir vildu kannski kalla þetta sjónarmið
tæknilega nauðhyggju, enda breyti tæknin í sjálfu sér engu, held-
ur sé spurningin sú hvernig menn nýti sér tæknina til að ná póli-
tískum markmiðum sínum. Hafi menn engan áhuga á nýjungum í
stjórnmálum, skiptir engu máli hvaða tækni er til staðar. Sviss-
lendingar og mörg ríki Bandaríkjanna hafa stundað einhvers kon-
ar „raunvirkt lýðræði“ áratugum saman án þess að byggja það á
neinum sérstökum tæknilegum forsendum. Raunar er það svo að
margir óttast að tæknivæðingin, sem fyllir Ólaf Ragnar bjartsýni,
hafi þveröfug áhrif: hún dragi úr lýðræði og skapi jafnvel grund-
völl fyrir ofríki Stóra bróður. Einnig hefur verið á það bent að
ekki sé sjálfgefið að upplýsingatæknin þróist á þann hátt að hún
auðveldi stjórnmálaþátttöku, slíkt velti m.a. á pólitískum ákvörð-
unum þar að lútandi.2 Slíkar ákvarðanir verða ekki teknar nema
áhugi sé á nýjungum. En jafnvel þó að allar tæknilegar forsendur
séu til staðar, er ekki þar með sagt að engin rök séu fyrir því að
halda sig við núverandi kerfi.3 Þetta veltur m. a. á skilgreiningu
okkar á lýðræði. Tæknin ein og sér setur okkur ekki markmið, né
heldur ákvarðar leiðir til að ná þeim.
I öðru lagi blasir við að hér talar Ólafur Ragnar Grímsson,
fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði. Innan stjórnmálafræðinn-
ar hafa um áratugaskeið orðið fjörmiklar umræður um eðli nú-
tímalýðræðis, þar sem um tíma var hægt - með nokkurri einföld-
un - að skipta meginþorra stjórnmálafræðinga í fylgismenn kjarn-
2 Mikið hefur verið skrifað um upplýsingatækni og stjórnmál. Sjá m.a. Barry N.
Hague og Brian D. Loader (ritstj.): Digital Democracy: Discourse and Descision
Making in the Information Age (London: Routledge, 1999).
3 Greinargóð rök er m.a. að finna hjá Giovanni Sartori: The Theory of Democracy
Revisited (Chatham, N.J.: Chatham House Publishers, 1987).