Skírnir - 01.04.2001, Page 183
SKÍRNIR
NÝTT LÝÐRÆÐI?
177
aðstæður er líklegt að þegar til kastanna kemur séu athafnir
handahófskenndar eða alls engar. Getuleysi íslenskra stjórnmála-
manna til að endurskoða stjórnarskrána, og síendurtekin hrossa-
kaup um kjördæmamál og kosningalög, segja sína sögu. Lýðræð-
ið er ekki „runnið Islendingum í merg og bein“ frekar en öðrum
þjóðum. Lýðræðið þarf að rækta og það þarf að ræða. Lýðræðið
er ekki síður hugsjón en veruleiki.
Algengt er að hugtakið lýðræði sé skilið mjög þröngum skiln-
ingi: mikilvægast af öllu sé að meirihlutinn ráði. Við viljum gjarn-
an skýrar niðurstöður, valkosti sem skipta máli og möguleikann á
því að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Umræðan um þjóðar-
atkvæðagreiðslu hefur t.a.m. að forsendu sinni að meirihluti kjós-
enda taki milliliðalaust ákvörðun um ákveðið mál. En það eru
fleiri hliðar á lýðræðinu en ég hef haft tök á að fjalla um í þessari
grein og umræðan um „nýtt lýðræði“ snertir að litlu leyti. Lýð-
ræðið snýst ekki síður um viljann til að deila völdum, ná sáttum,
skapa traust, ræða málin og móta stefnu með yfirveguðum og
skynsamlegum hætti, þar sem allir fá að taka þátt. „Raunvirkt
tæknilýðræði“, þar sem meirihlutinn tekur sjálfkrafa ákvarðanir í
öllum málum, er t. a. m. ekki lausnin á vandamálum Júgóslavíu eða
Norður-írlands. Vandi nútímafulltrúalýðræðis liggur ekki aðeins í
því að þekkingin eða upplýsingarnar hafi dreifst og samskiptin
breyst; hinir kosnu fulltrúar eiga ekki aðeins að vera „sérfræðing-
ar“ með „þekkingu“ á málefnum: þeir eiga að standa fyrir ákveð-
in sjónarmið, gildismat, þjóðfélagshópa og viðhorf. Vandi lýðræð-
isríkjanna er kannski ekki síst sá að fulltrúarnir eru of þröngur
hópur „sérfræðinga“ sem stór hluti þjóðarinnar þekkir sig ekki í
og telur að hafi enga þekkingu og skilning á stöðu sinni. Vandséð
er hvernig tæknin leysir þetta vandamál. Tæknin er einnig inni-
haldslaus og það er innihald stjórnmálanna sem mestu skiptir þeg-
ar upp er staðið. Þegar Marconi hafði í fyrsta skipti náð loft-
skeytasambandi frá New York til Flórída, segir sagan að einn af
samstarfsmönnum hans hafi komið upprifinn mjög og hrópað:
„Marconi, Marconi! Við getum talað við Flórída!" Marconi svar-
aði af yfirvegun: „Og höfum við eitthvað að segja við Flórída?“
Full ástæða er einnig til að spyrja: „Og hlustar Flórída?“