Skírnir - 01.04.2001, Page 189
SKÍRNIR
ALÞJÓÐLEG FRÆÐI Á ÍSLENSKU?
183
á öldinni sem leið. íslendingar eru duglegir að brýna hver fyrir öðr-
um að vanda mál sitt og ræða oft með upphöfnu tungutaki um mik-
ilvægi þessa fyrir þjóðernið, sjálfstæðið og menninguna.
Sjálfstœðisrökin
Þótt málstefnan eigi víðan hljómgrunn stendur hún einnig frammi
fyrir áleitnum spurningum um réttlætingu. Þekktustu rökin fyrir
málvernd eru án efa sjálfstæðisrökin: An íslenskunnar væru Islend-
ingar ekki sérstök þjóð og án þjóðernis ættu íslendingar ekki tilkall
til að mynda sjálfstætt ríki. Lagauppkast hins síðara Fjölnisfélags
frá 1842 hefst á yfirlýsingunum „Islendingar viljum vér allir vera“
og „vér viljum vernda mál vort og þjóðerni".7 Tungan var í hugum
Fjölnismanna forsenda þjóðernisins: „Eingin þjóð verður fyrri til
en hún talar mál útaf fyrir sig, og deyi málin deýa líka þjóðirnar,
eða verða að annari þjóð.“8 Þessi hugsun hafði meðal annars náð
útbreiðslu með verkum þýska heimspekingsins J. G. Fichte
(1762-1814), en samkvæmt kenningum hans telst fólk ekki vera þjóð
nema hafa eigin tungu. Jafnframt taldi hann að í strangasta skilningi
þyrfti þjóð að tala „upprunalegt" tungumál.9 Sú hugmynd höfðaði
að sjálfsögðu sterkt til Islendinga, enda alkunna að íslenskan er
miklu líkari fornnorrænu en hin Norðurlandamálin: ,,[Þ]ví hróð-
ugri sem Islendíngar mega vera, að tala eínhvurja elztu tungu í öllum
vesturhluta Norðurálfu, er ásamt bókmenntum Islendinga og forn-
sögu þeirra er undirstaða þeirra þjóðarheiðurs ... þess heldur ættu
menn að kosta kapps um, að geyma og ávaxta þennan dýrmæta fjár-
sjóð, sameign allra þeirra er heitið geta Islendingar".10
Sérstaða tungunnar og tengsl hennar við samnorrænan menn-
ingararf varð þannig eitt mikilvægasta vopnið í sjálfstæðisbaráttu
7 Sjá Eimreiðina 1927, bls. 289.
8 Fjölnir 1835, bls. 11.
9 Sjá Guðmund Hálfdanarson, „„Hver á sér fegra föðurland". Staða náttúrunn-
ar í íslenskri þjóðernisvitund", Skírnir 173, 1999, bls. 312. Sbr. einnig Sigríði
Matthíasdóttur, „Réttlæting þjóðernis. Samanburður á alþýðufyrirlestrum Jóns
Aðils og hugmyndum Johanns Gottlieb Fichte", Skírnir 169, 1995, bls. 36-64.
10 Fjölnir 1835, bls. 11.