Skírnir - 01.04.2001, Page 196
190
SIGURÐUR KRISTINSSON
SKÍRNIR
að þarna sé einfaldlega höfðað til hégómagirni fólks og hroka
fremur en skynsemi. Þetta er sýnu hættulegra fyrir þá sök að
aldrei hefur riðið meira á að Islendingar geri sér Ijósa grein fyrir
þeim landlæga þjóðernishroka og ýktu tilfinningu fyrir eigin sér-
stöðu, sem þjóðernisleg hugmyndafræði síðustu tveggja alda hef-
ur skilið eftir sig. Eg er til dæmis ekki frá því að víðtæk notkun
orðsins „nýbúi“ beri vott um vafasama afstöðu til þeirra sem hing-
að flytjast af fjarlægum slóðum í leit að atvinnu og nýjum tækifær-
um; afstöðu í þá veru að eðlilegt sé að aðgreina með stimpli þetta
„nýja fólk“, með sinn framandi hugsunarhátt, rækilega frá okkur
hinum, gamalgrónu Islendingunum, því að það geti að sjálfsögðu
ekki talist „alvöru" Islendingar. Eg tek þó fram að hér er ég ein-
ungis að lýsa eigin hugboði.
Þessi varnaðarorð gegn því að höfða til þjóðerniskenndar fela
alls ekki í sér að það sé að sama skapi varhugavert að láta sér annt
um tunguna. Vissulega kann að vera að ástin á tungunni sé stund-
um sálræn afleiðing þjóðernisástar, eða að hvort tveggja sé runnið
af sömu rótum. Ef svo er gæti einhverjum reynst örðugt að að-
skilja þetta tvennt. Hins vegar eru að mínu mati sterk rök því til
réttlætingar að við rannsóknir og kennslu í íslenskum háskólum
skuli íslensk tunga notuð sem mest og að fólk leggi sig fram um að
orða hugsun sína á íslensku. Eg mun nú greina fern slík rök, sem
öll virðast algerlega óháð gömlu þjóðernisrökunum fyrir mál-
vernd.
Fern rök fyrir málrœkt
Fyrstu rökin eru þau að ef nemandi, kennari eða fræðimaður vill
tileinka sér einhverja hugsun, gera hana að sinni og tengja hana við
margþættan vef eigin viðhorfa, skoðana, vitneskju og svo fram-
vegis, þá er óumflýjanlegt að hann reyni að höndla hugsunina með
eigin orðum. Einungis þannig getur hún bundist hans eigin hug-
taka- og orðaforða, sem og hvers kyns reynslu sem geymd er í
hugskotinu og lokist getur upp vegna skyndilegra merkingar-
tengsla við skynjun, hugsun eða ræðu líðandi andrár. Hérna hlýt-
ur móðurmál hvers og eins að hafa algera sérstöðu, nema um sé að
ræða fullkomlega tvítyngdan einstakling. Islenska er ótvírætt móð-