Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 197
SKÍRNIR ALÞJÓÐLEG FRÆÐI Á ÍSLENSKU ? 191
urmál eða fyrsta mál alls þorra Islendinga, svo að ef háskólanám
og umræður um ýmis fræði fela ekki í sér umorðun á íslensku, þá
hlýtur ávallt mikið að vanta á að Islendingar nái að tileinka sér
fræðin og gera þau „líf af sínu lífi“, svo notað sé orðalag Þorsteins
Gylfasonar.19
Sá sami Þorsteinn tók raunar eitt sinn svo djúpt í árinni að
segja að sér virtist „eina vonin til þess að Islendingur geti hugsað
og skrifað yfirleitt vera sú að hann geti hugsað og skrifað á ís-
lenzku".20 Eg vil nú ekki ganga alveg svo langt, enda væri í því
fólginn þungur áfellisdómur yfir öllu því sem bæði ég og aðrir Is-
lendingar hafa hugsað og skrifað á erlendum málum! Eigi að síð-
ur get ég vottað af eigin reynslu um þann sköpunarmátt sem felst
í því að hugsa, skrifa og ræða um fræðileg hugðarefni sín á móð-
urmálinu, eftir að hafa tileinkað sér þau að verulegu leyti á erlendu
máli. Jafnvel þegar viðfangsefnin hafa verið slík að ég hafi alfarið
kynnst þeim á erlendu máli og erlendri grund og ekki gert neinar
tilraunir til að orða hugsanir mínar um þau á íslensku, ekki einu
sinni fyrir sjálfum mér, þá hefur mér opnast ný sýn og óvæntar
hugmyndir vaknað við það eitt að þurfa loks að berjast við að
hugsa um fræðin á íslensku. Til skjalanna koma alls kyns samlík-
ingar, orðatiltæki, skyldleiki orða og tengsl hugmynda og merk-
ingar, auk þess merkingarvefs sem bindur ýmiss konar uppsafnaða
reynslu og þekkingu. Umorðun á móðurmálinu veitir hugsuninni
þannig sérstæðan bakgrunn og frjómátt. Ég tek því heilshugar
undir með Astráði Eysteinssyni þegar hann segir að umorðun al-
þjóðlegra fræða á íslensku geri
... annað og meira en að krefjast orku, hún framleiðir einnig orku, hún er
orkugjafi. Glíman við tungumálið skapar ný sjónarhorn, nýja heimssýn,
ýtir undir nýja og skapandi vitund, endurskapar og endurnýjar í sífellu
menningartengsl við önnur lönd, aðra menningarheima, og tryggir að þau
tengsl verði skilin á okkar forsendum ekki síður en hinna „stóru mála“.
... á íslensku kunna hugtök að virkja skilning á svolítið annan hátt sem
getur skilað sér í frjóu endurmati hinna erlendu hugtaka.21
19 Þorsteinn Gylfason, „Að hugsa á íslenzku", Skírnir 147, 1973, bls. 152.
20 „Að hugsa á íslenzku", bls. 137.
21 „Þýðingar, menntun og orðabúskapur", bls. 12.