Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 207
SKÍRNIR
201
KRISTNI Á MIÐÖLDUM
lega sviðinu og páfans á því andlega. Það var sama kerfi og gilti í öðrum
ríkjum Vestur-Evrópu á síðmiðöldum. Þótt venja sé að kalla veraldlegu
lögin landslög og andlegu lögin kristinrétt, voru hvor tveggja landslög í
þeim skilningi að þau voru lögð til grundvallar stjórnun landsins. Oft er
sagt að vald kaþólsku kirkjunnar hafi náð hámarki um 1300 þegar hún
hafði náð þessari lagalegu stöðu um alla álfuna.J Það hélst óbreytt að
mestu fram að siðaskiptum, sem má telja nokkurn veginn frá 1520-50.
Það er ekki síst þessi staða kirkjunnar sem markar síðmiðaldir og greinir
þær frá hámiðöldum.
Standi sú fullyrðing að kaþólska kirkjan marki miðaldir, þarf þó að
gæta þess að rugla ekki saman kristni og kirkju. Kristnin var til bæði fyrr
og síðar. Hún var til í annarri mynd, undir stjórn annarra stofnana á öðr-
um stöðum, en í Vestur-Evrópu var enginn annar möguleiki á kristinni
trú en sá sem kaþólska kirkjan boðaði, sem fól í sér hlýðni við þá stofn-
un. Allar tilraunir í aðra átt steyttu á þessari stofnun, sem var reyndar
óvíða jafndyggilega studd af veraldlegum yfirvöldum og í villutrúarefn-
um. En þegar þau sneru við henni baki í sumum löndum álfunnar á 16.
öld varð mikil pólitísk breyting. Á sama hátt og kirkjan varð hluti af yfir-
valdi ríkisheildar fyrir tilstilli veraldlegra yfirvalda í Róm, var það fyrir
ákvörðun veraldlegra yfirvalda að henni var ýtt út aftur. Á þeim stöðum
sem siðaskipti urðu á 16. öld var kaþólska kirkjan hrakin brott og verald-
leg yfirvöld fylltu tómið sem myndaðist með nýrri en sambærilegri stofn-
un sem var komið fyrir innan ríkisins og var undir stjórn þess. Þarna var
ekki aðeins á ferðinni breyting, heldur bylting. Kaþólska kirkjan var lögð
niður með valdi. Það svið sem áður hafði heyrt undir hana var innlimað í
konungsvaldið undir nýjum formerkjum. Veraldleg yfirvöld höfðu skipað
andlegu málunum undir veraldlega stofnun, sjálfstæði andlegra stjórnvalda
heyrði sögunni til og aðskilnaður ríkis og kirkju sömuleiðis. Þannig féll
kaþólska kirkjan á Islandi í „ævarandi ekkjudóm", eins og Gunnar F. Guð-
mundsson kemst að orði um Hólakirkju í Kristni á Islandi (II, 330).
Stofnunin, sem var lögð niður á íslandi um miðja 16. öld, kom til
landsins við kristnitökuna, um 550 árum áður. I Kristni á Islandi eru þeirri
ákvörðun og athöfn réttilega gerð skil og veltir Hjalti sérstaklega fyrir sér
í inngangi hvað hún hafi í raun falið í sér. I þeirri umræðu kynnir hann til
sögunnar hugtök sem ekki hafa áður verið notuð í íslenskri kristnisögu og
vitnar þar til erlendrar umræðu. Slík viðbót við okkar fátæklegu hefð í
þessari orðræðu er eitt það gagnlegasta sem rit á borð við Kristni á Islandi
hefur fram að færa og er mikið gleðiefni að fá vel skilgreind hugtök til að
auðvelda og afmarka umræðuna. Þannig er gerður greinarmunur á
3 Georges de Lagarde, La naissance de l’esprit la'ique au déclin du moyen age. I.
bindi (París 1956, 3. útg.); Emile Chénon, Les rapports de l’église et de l’état du
ler au XXeme siécle. II. bindi (París 1905), bls. 291.