Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 213
SKÍRNIR KRISTNI Á MIÐÖLDUM 207
vinnureglum hennar og embættismanna hennar.20 Þessi atriði hafa orðið
mjög út undan í íslenskri sagnaritun. Hvernig þessi lög voru notuð og
hvernig þeim var tekið getur sagt heilmikla sögu um það sem var að ger-
ast á Islandi. „Réttarsögulega aðferðin", sem Hjalti talar um að hafi lengi
verið allsráðandi í athugunum á kristnitökunni (I, 7-8), hefur að mestu
snúist um íslenskan rétt en ekki kirkjulegan.21 Þess vegna segja rann-
sóknirnar aðeins hálfa söguna og ályktanirnar litast af því. Hið sama
gildir um stóran hluta rannsókna á kirkjusögu landsins og munar þar
mestu um tímann eftir 1275 fram að siðaskiptum. Heildstæðar rann-
sóknir á íslenskum kristinrétti eru einfaldlega ekki til. Þó er ljóst að alltaf
er rangt að reiða sig á kristinna laga þátt Grágásar um kirkjuleg efni eftir
1275. Flest ákvæði hans eru samhljóða lagaákvæðum síðari tíma um skil-
greiningar afbrota, en það á sér þá einföldu skýringu að sömu frumlögin
liggja báðum til grundvallar. Breytir þar engu þótt komið hafi verið við
í Noregi á leiðinni. Nú er sannarlega ekki verið að ýja að því að Gunn-
ari F. Guðmundssyni sé ekki vel kunnugt um allt þetta. Enda er annað
bindi Kristni á Islandi auglýst á þann veg að í því sé rakið hvernig kirkj-
an þróaðist í að verða yfirþjóðleg valdastofnun. I framhaldi af þessu þarf
að spyrja hvort skipting verksins í bækur sé rökrétt og þægileg, eða yfir-
leitt eðlileg.
Hann vitnar til alþjóðlegu kirkjulaganna, páfa og ýmissa kirkjuþingasam-
þykkta. Artalið er ósannað, en ef til vill skiptir það ekki máli því í tilvitnunum
sést að vitnað var til laga af hálfu kirkjunnar í deilunum. Þar er enn ein vísbend-
ing um að rökin fyrir kröfu kirkjunnar til eignanna, sem vitað er að Árni bisk-
up hélt fram, eru sótt í alþjóðlegan kirkjurétt, ekki norsk lög, eða uppdiktuð af
ágjörnum biskupi. Þessi ákvæði voru þau sem ollu urgi meðal leikmanna við
setningu kristinréttar nýja, ekki önnur ákvæði. Magnús Stefánsson hefur bent
á að deilurnar um staðina hafi fremur falist í ósamkomulagi um skilgreiningu á
hugtakinu „staður“, en andstöðu við lögin sjálf. Sjá Magnús Stefánsson,
„Kirkjuvald eflist“.
20 Lára Magnúsardóttir, „Agameðul kirkjunnar fyrir siðaskipti: Bannfæringar",
bls. 216-17.
21 Gamalt dæmi um þessi almennu efnistök er að ekki er fjallað um kristinrétt
Árna í kaflanum um breytingar á landslögum hjá Jóni Aðils, Islandssaga. Fyrra
hefti: Frá landnámsöld til siðaskipta (Reykjavík 1961), bls. 134-41, þótt hann
sé tekinn fyrir í kaflanum „ísland undir stjórn Noregskonunga og uppgangur
kennimanna (1262-1400)“ (leturbreyting mín). Nýlegra dæmi er doktorsrit-
gerð Ólínu Þorvarðardóttur frá Háskóla íslands, Brennuöldin. Þrátt fyrir að
sagnfræðilegar niðurstöður verksins séu byggðar á kirkjulögunum er kristin-
rétt Árna hvorki að finna í umfjöllun né heimildaskrá. Sjá Láru Magnúsardótt-
ur, ritdómur um Brennuöldina eftir Ólínu Þorvarðardóttur, væntanlegur í Sögu
(2001).