Skírnir - 01.04.2001, Page 216
210
LÁRA MAGNÚSARDÓTTIR
SKÍRNIR
stjórn á íslandi, bæði áðurnefndar lagabreytingar á 13. öld og siðbreyting-
una, sem ekki er ljóst hvers vegna er jafnlítið sinnt og raun ber vitni. Að
auki skarast tímabilið sem hann hefur undir við annað tímabil, svo að
ómögulegt er að alhæfa um nokkurn hlut. Það sem er satt í fyrri hlutan-
um er eins líklegt að sé orðið lygi í hinum síðari og öfugt. Niðurstaðan er
meðal annars sú að síðari hluta síðmiðalda vantar að stórum hluta í bók-
ina. Umfjöllunin verður brotakennd og skortir bæði að í henni sé sam-
hengi og framvinda. Atburðir 15. og fyrri hluta 16. aldar eru margslungn-
ir og flóknir: Hálfkirknamál, Vatnsfjarðarmál, meintar ofsóknir biskupa
og ofstjórn (Leiðarhólmsskrá), Hvassafellsmál og fleira. Hvað var á
seyði? Hvernig tengjast þessi mál innbyrðis? Hvernig snerta þau kristni
og kirkju? I hverju fólust meint átök milli andlegra og veraldlegra afla og
hvernig var þetta stríð háð? Eitt og annað kemur upp, en tengsl atburða
hvers við annan og áhrif stjórnkerfis og samfélagsskipunar á umfjöllunar-
efnið eru almennt óljós. Skyldi engan undra, því að rannsóknir eru í lág-
marki. Einn maður bjargar því ekki fyrir horn á nokkrum árum. Kirkju-
lög miðalda, skipulag stofnunarinnar, starfsumhverfi klerka og staða þeirra
í samfélaginu hefur lengi verið að mestu óskrifað blað í íslenskri sagnarit-
un. Saga síðmiðalda verður ekki heil án þessa. Sama má segja um beitingu
laganna og meðal annars þess vegna hefur okkur ekki lærst að gera grein-
armun á tímanum sem flokkast undir síðmiðaldir og öðrum tíma. Bók
Orra Vésteinssonar gefur þó tilefni til að breyta þessari hefð og veita
breytingum á stöðu klerka og kirkju meiri athygli en hingað til og þeirri
breytingu sem varð á öllu samfélaginu. Hér verður nánar tekið fyrir á
hvaða hátt það hefur áhrif á niðurstöður og túlkanir fræðimanna þegar
gleymist að gera ráð fyrir þessari þróun og litið verður á dæmi um óhag-
ræði sem skapast af því að búa til tímamót úr engu.
I umfjöllun um Guðmund góða á síðari hluta 12. aldar segir Gunnar
F. Guðmundsson: „Samkvæmt lögum kirkjunnar hafði biskup dómsvald
í umdæmi sínu, en óljóst er hversu víðtækt það vald átti að vera“ (II, 50).
Þegar Alþingi samþykkti kristinrétt Árna biskups Þorlákssonar árið 1275
öðlaðist kirkjan fullt sjálfstæði á íslandi í samræmi við lög hinnar alþjóð-
legu kirkju, eins og áður hefur verið nefnt. Þá varð fullur aðskilnaður rík-
is og kirkju, sem ekki hafði verið áður, þegar kristinréttarákvæðin voru
hluti af landslögum og eftir þeim var dæmt á Alþingi. Eftir það var eng-
inn lagalegur vafi um það hvaða mál kóngur ætti og hvað kirkja ætti, þótt
auðvitað hafi komið upp ágreiningsefni eða ósamlyndi, en biskupar skip-
uðu dóma hvenær sem var ársins. Skipting valdsins milli kirkju og kóngs
var grundvallaratriði, eins og Gunnar bendir á í upphafi annars bindis:
Kristindómsbálkur Jónsbókar hefst á trúarjátningunni og síðan er
sem heyra megi enduróm af síðum Konungsskuggsjár. Þar segir að
Guð hafi skipað tveimur þjóna sinna til að vera umboðsmenn sínir