Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 217
SKÍRNIR
KRISTNI Á MIÐÖLDUM
211
hér á jörðu, konungi til veraldlegra hluta og biskupi til andlegra hluta.
(II, 15)
Þetta undirstrikar þá hugmyndafræðilegu sátt sem var um stjórnvöld á
þessum tíma. Biskup og kóngur skiptu með sér valdinu.26 Það var þessi
hugmynd um eitt kerfi með tvennum stjórnvöldum og tvennum lögum
sem varð að veruleika á Islandi 1275.27 Breytingin sem varð árið 1275
verður seint ofmetin og ætti ekki að falla í skuggann af inngöngu Islend-
inga í norska konungsríkið, heldur að teljast hluti af sama ferli. Með þess-
ari umbyltingu stigu íslendingar skrefið til fulls inn í evrópska stjórnun-
arhætti, sem þeir höfðu stigið til hálfs 1262-64; Island varð hluti af evr-
ópskum síðmiðöldum. -Stjórnunarhættir tímabilsins 1275-1550 ein-
kenndust meðal annars af þessari sjálfstæðu og sterku stofnun sem kirkj-
an var, sem gerir það frábrugðið öðrum tímum íslandssögunnar. Á þeim
tíma voru íslendingar ekki aðeins kristnir, heldur fyrst og fremst kaþólsk-
ir. Orri Vésteinsson bendir á þennan mun í upphafsorðum áðurnefndrar
bókar með því að segja að hver sá sem þekki til sögu Evrópu á síðmiðöld-
um geti auðveldlega skilið stjórnkerfi íslands á 14. öld, þótt það sé
óþekkjanlegt þeim sem þekki fyrst og fremst sögusvið Islendingasagn-
anna.2íi
Þá er komið að því að svara með afgerandi hætti spurningunni um
hversu víðtækt og óljóst dómsvald biskupanna hafi verið innan umdæm-
is þeirra. Það var ekki óljóst eftir að kristinréttur hinn nýi tók gildi.
Dómsvald kirkjunnar var innan andlega sviðsins, en það var skilgreint í
lögunum. Nefna má klerkamál, hjónskap, skilsmál, helgidagsbrot, kirkj-
unnar frelsi, tíundargerð, testamenti, sálugjafir, bannsverk, líkfærslu,
okur, símóníu (embættasölu), villur, vantrú, frillulífi, hórdóm, guðsifja-
spell og frændsemisspell.29 Fyrir þann tíma höfðu biskupar ekki fram-
kvæmdavald umfram aðra, þar sem kristinna laga þætti Grágásar var
framfylgt af Alþingi, eins og öðrum landslögum. Aðdragandinn að raun-
verulegu sjálfstæði kirkjunnar kostaði árekstra, því að klerkar unnu sam-
kvæmt kirkjulögunum, sem ekki höfðu verið samþykkt af veraldlegum
26 Um hugmyndir um konungsvald, sjá Ármann Jakobsson, í leit að konungi.
Konungsmynd íslenskra konnngasagna (Reykjavík 1997).
27 I rauninni var valdið þrískipt, eins og víðast, því að Alþingi og íslensk lög héldu
áfram að vera hluti af stjórnkerfinu.
28 „Any student of late medival Europe would have little difficulty in recognizing
the administration and judicial system of fourteenth-century Icelandic society.
[...] This is a society which most students of the slightly earlier period, the high
medieval society of the Icelandic Sagas, would be hard put to recognize.“ Orri
Vésteinsson, Tke Christianization of Iceland. Priests, Pouver, and Social Cbange
1000-1300 (Oxford 2000), bls. 1.
29 Sjá t.d. DIII: 94.