Skírnir - 01.04.2001, Side 222
216
LÁRA MAGNÚSARDÓTTIR
SKÍRNIR
Fulltrúar kirkjunnar vildu að [vald kirkjunnar] næði ekki aðeins til
innri málefna hennar (forum internum) heldur allra þeirra mála sem
gætu með einhverjum hætti talist „andleg" þótt leikmenn kæmu þar
við sögu (forum externum).40 (II, 50)
Sami skilningur er augljóslega lagður í hugtökin hjá Grethu Blom:
Innenfor forum internum svinger biskopen tuktens ris over prester i
byen og stiftet; han viker ikke tilbake for á gripe til suspendering og
ekskommunikasjon.41
Þarna segir hún biskup hafa sveiflað refsivendi yfir prestunum innan for-
um internum og ekki hikað við að svipta þá kjól og bannfæra þá. Utan
Norðurlandanna er þessi skilningur afar sjaldgæfur, enda er hann órök-
réttur. I kaþólskri alfræðibók er aðgreiningunni lýst þannig að forum
internum hafi haft lögsögu yfir syndum og samvisku, en forum externum
yfir ytri stjórnun og aga (eða hegningum) stofnunarinnar:
In the schools and in the courts, a distinction was made between
internal and external forum, the former referring to matters of sin and
conscience, the latter to the external government and discipline of the
Church.42
Ef til vill er einfaldast að leggja þetta fram þannig í upphafi, til aðgrein-
ingar, að hér sé um að ræða svið einkamála annars vegar og opinberra
mála hins vegar. Innra sviðið (forum internum) tekur þá til þeirra mála
sem snerta samviskuna, eða öllu heldur hegðunar einstaklinga á því sviði
sem snýr beint að guði.43 Misbrestur á því sviði krefst yfirbótar (þ.e.
40 Hér er vitnað í Kulturhistorisk leksikon: Lars Hamre, „Jurisdiksjon Noreg“ og
Jarl Gallén, „Generalvikarie“ og í Edv. Bull, „Skrifte og bod“, Folk og kirke i
middelalderen frá 1911.
41 Grethe Authen Blom, Norge i union pci 1300-tallet. Kongedomme, politikk ad-
ministrasjon og forvaltning 1319-1380. Del I: Kongefelleskap med Sverige
1319-1350 (Þrándheimi 1992), bls. 94.
42 Leo Ganz, „Ecclesiastical Censures", The Catholic Encyclopedia. III. bindi
(10.04.2000), http://www.newadvent.org/cathen/03527a.htm. Sjá einnig F. D.
Logan, Excommunication and the Secular Arm in Medieval England: a study
in legal procedure from the Thirteenth to the Sixteenth Centuries. Pontificial
Institute of Medieval Studies: Studies and Texts 15 (Torontó 1968), bls. 14:
„Minor excommunication [...] could be imposed and removed by any priest
with juristiction in the internal forum (i.e. in the forurn of conscience)." Sjá
einnig Vodola, Excommunication in the Middle Ages, bls. 28-43, og Leo F.
Stelten, Dictionary of Ecclesiastical Latin. With an appendix of Latin expres-
sions defined and clarified (Peabody, Mass. 1995), bls. 307.
43 Eg fjalla nokkuð ítarlega um þetta í annarri grein; Lára Magnúsardóttir,
„Excommunication in the Late Middle Ages. The Law and the People“, vænt-
anleg útgáfa í Edinborg 2001.