Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 224
218
LÁRA MAGNÚSARDÓTTIR
SKÍRNIR
í þessu samhengi ætti að vera ljóst að það skiptir máli að skilja starf-
semi kirkjunnar. I norska dæminu hér að framan er horft framhjá því að
biskup dæmdi ekki í málefnum sem heyrðu undir forurn internum. Því er
óeðlilegt að gera ráð fyrir öðru en að mál umræddra presta hafi tilheyrt
forum externum, þótt ekki sé tiltekið um hvað málin snerust. Langlíkleg-
ast er að óhlýðni hafi verið sök þeirra, því hún var algengust bannsaka
hinna meiri og heyrði undir biskup. Til fróðleiks má geta þess að suspend-
ering var, eins og bannfæring, afar vel skilgreint lögfræðilegt hugtak sem
oftast var undanfari bannsáfellis. Henni var aðeins beitt á klerka; þeir
misstu hempuna um stundarsakir og þar um gat biskup einn dæmt, eða
réttur á hans vegum, enda heyrði málaflokkurinn undir/oratw externum.46
A 12. öld hafði kirkjan ekki öðlast sjálfstætt dómsvald í andlegum
málum, en hafði hafið baráttu sína fyrir því. En í ljósi þess að öll kirkju-
mál töldust andleg og forum internum og forum externum voru skil-
greind út frá stöðu einstaklingsins (sálarinnar) gagnvart guði (samvisk-
unni) annars vegar og stofnuninni hins vegar, getur túlkun Gunnars F.
Guðmundssonar á aðgreiningu deildanna (forumanna), eftir því hvort um
leikmenn eða klerka var að ræða, ekki staðist. Kirkjan vildi dæma um öll
mál klerka, en aðeins um andleg málefni leikmanna. Þá er aftur komið að
hugtakinu privilegium og skiptingu valdsins eftir lögtöku kristinréttarins.
Að lokum þarf að geta þess að óviðeigandi er að nota þessa aðgreiningu
um málefni 12. aldar, þegar hún var í raun ekki orðin til.
Menningar- og söguleg staða kirkjunnar á Islandi
Eg er þeirrar skoðunar að afstaða geti haft gríðarleg áhrif á almenna sögu-
skoðun, ekki síður en þekking, jafnt fræðimanna sem annarra. „Vit-
neskja" og „almenn þekking“ sem býr að baki túlkun heimildanna hefur
þannig áhrif á hvernig tekið er á ýmsum sögulegum málefnum. Gildir þá
oft einu á hverju þessi „þekking“ er byggð. Neikvæð afstaða til miðalda-
kirkjunnar er t.d. arfleifð frá fyrri tíð, sem stendur fræðimennsku mjög
fyrir þrifum vegna þess að hún er til orðin úr löngu úreltum pólitískum
forsendum. Þar má t.d. nefna gagnrýni siðaskiptamanna frá 16. öld, tákn-
ræna stöðu miðaldakirkjunnar í sögulegu samhengi í baráttu fyrir afhelg-
un ríkja frá 18. öld og ímynd rannsóknarréttarins sem fulltrúa kaþólsku
(miðalda)kirkjunnar um kúgun í trúmálum. Þessa gætir ekki í Kristni á Is-
46 Emile Jombart, Dictionnaire de droit canonique contenant tous les termes du
droit canonique avec un Sommaire de l’Histoire et des Institutions et de l’état
actuel de la discipline. V. bindi, ritstj. R. Naz (París 1953), bls. 616; Willibald
M. Plöchl, Geschichte des Kirkchenrechts. Band II: Das Kirchenrecht der
abendlándischen Christenheit 1055 bis 1517 (Miinchen 1962), bls. 38.