Skírnir - 01.04.2001, Page 225
SKÍRNIR
KRISTNI Á MIÐÖLDUM
219
landi, en ég hefði gjarnan viljað sjá beinlínis skýrt frá ýmsum þeim þjóð-
sögum sem ganga um stofnunina og liggja mismeðvitað að baki ýmsu því
sem við lesum um miðaldir. Eg tel þetta brýnt.
Hér ætla ég að ræða um skylt atriði. Bragi Guðmundsson segir í um-
fjöllun um Kristni á Islandi'. „Kristin kirkja er stofnun sem lengst og mest
hefur mótað hugmyndaheim Islendinga sem fjölda annarra.“47 Eg tel
ósennilegt að höfundar bókarinnar séu honum ósammála um þetta, eða
yfirleitt nokkur annar. Það væri þá helst ég. Kirkjan er elst allra stofnana,
kristnin hefur lifað með þjóðunum allan þennan tíma. Þessu er að stórum
hluta réttilega haldið fram, en þetta er ekki einfalt og kannski sannara
annars staðar en á Islandi. Þegar kristni var lögtekin á Islandi hafði Al-
þingi Islendinga verið formlega starfandi í 70 ár. Kristnin var þannig nýj-
ung, í henni fólst breyting sem þurfti tíma til að sanna sig og verða hluti
af heildinni. 275 árum síðar, árið 1275, voru lög kirkjunnar lögfest sér-
staklega, til jafns við lög Islendinga. Fyrri fræðimenn voru uppteknir af
því að kirkjan hefði verið erlent afl og þeir höfðu rétt fyrir sér hvað það
varðar. Það þýðir þó ekki endilega að með því að Iúta henni hafi tapast
mikilvægt sjálfstæði þjóðar. En ljóst er að landsmenn voru líklegir til að
láta veraldlegu lögin njóta vafans og kölluðu lög kirkjunnar gjarnan nýj-
ungar til þess að gera lítið úr þeim. Þetta var enn að gerast á 15. og 16. öld
og gekk sannarlega gegn bæði veraldlegum og andlegum lögum, því að
samkomulag var um að kirkjulögin réðu þegar lögin greindi á.
Dæmi um þetta frá 15. öld er mótstöðubréf leikmanna, ritað gegn
páfaúrskurði um að undanþága (dispensering) um fjórmenningshjóna-
band Björns Þorleifssonar og Ingveldar Helgadóttur væri afturvirk og
börn þeirra skilgetin. í bréfinu segir meðal annars:
Vitum vér þar engi rök til eða lögmál að nokkur maður leikur eða
lærður megi nokkuð nýjungar lögmál inn leiða í vort land það sem
eigi hefir áður verið og við gengist einum manni til bata, en öllu land-
inu til skaða utan þess sé með skynsemi beiðst áður í burt af landinu
með alls almúgans samþykkt öllu landinu til nytsemda og almúganum
til bata að auka vor lög, herða eða lina vort gamla Iögmál eftir Iands-
ins nauðsynjum og því fyrir allar þessar greinir og þær fleiri aðrar sem
vér vitum hér til lúta í vorum lögum oss til stoðar og styrkingar en
ekki í móti mæla. Þá samþykkjum vér greindir menn og almúgi þessa
sömu fyrr skrifaða nýjung lagaleysi og réttinda rán ónýtt ekki afl hafa,
og vér aldrei undir ganga hvorki með blíðu né stríðu.4S
47 Bragi Guðmundsson, „Kristni, kirkja og menning", bls. 1.
48 Vestfirðingaskrá: Guðbrandur Þorláksson, Morðbréfabœklingar Guðbrands
biskups Þorlákssonar 1592, 1595 og 1608, með fylgiskjölum (Reykjavík
1902-1906), bls. 56; einnig í DI VII: 565-66. Stafsetning er færð til nútíma-
horfs.