Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 230
224
PÁLL BJÖRNSSON
SKÍRNIR
Hér er sitthvað óljóst og umhugsunarvert. Þótt ekki verði betur séð en að
fyrsta og önnur setning séu í mótsögn hvor við aðra, skulum við láta það
vera, en þess í stað einbeita okkur að þremur meginfullyrðingum Hjalta.
I fyrsta lagi spyr maður sig hvernig best væri að færa rök fyrir því að
kristnin hafi verið burðarvirkið í íslenskri menningu. Hér vaknar raunar
strax sú spurning hvaða skilning Hjalti leggi í hugtakið „menning“, hvort
hann eigi hér við menningu í yfirgripsmikilli merkingu eða einungis rit-
menningu (eða hámenningu). Þá mætti sjálfsagt umorða eða snúa út úr
kenningu Hjalta og fullyrða að náið samband manns og náttúru hafi
myndað sjálfa uppistöðuna í menningu landsmanna eða að vilji mannsins
til að komast af hafi verið þessi uppistaða.
I öðru lagi vekur sú fullyrðing Hjalta athygli að jafnvel þótt formlega
kunni leiðir milli „þjóðar" og „kirkju" að skilja í framtíðinni, muni
óformleg áhrif kristinnar menningar á landsmenn verða óafmáanleg.
Svipaða túlkun rekst maður á hjá Lofti Guttormssyni þar sem hann seg-
ir: „Siðaskiptin eru með umdeildustu köflum Islandssögunnar. Er það að
vonum þegar þess er gætt að þau lögðu grunn að evangelísk-lútherskri
kristni sem sett hefur óafmáanlegt [leturbr. mín] mark á íslenska menn-
ingu og samfélag" (III, 361). Hér grillir í ákveðna eðliskenningu um fram-
gang menningarinnar, því að ekki verður betur séð en að Hjalti og Loft-
ur gangi að ákveðnum óafturkallanleika menningarlegra áhrifa sem vís-
um, að um ókomna framtíð verði íslensk þjóð undir áhrifum kristinnar
menningar, að þjóðin sé eins og safnþró sem menningarstraumar fylla.
Fróðlegt hefði verið að fá nánari útlistun á þessu, þó ekki væru nema vís-
anir til rita sem fjölluðu um slíkan menningarlegan óafmáanleika. Og
maður hlýtur að spyrja sig hvort þessi vissa þeirra um óafmáanleg áhrif
kristninnar hafi haft áhrif á túlkanir þeirra í verkinu.
I þriðja lagi má velta fyrir sér réttmæti þess að ræða um kirkju og þjóð
í eintölu, en Hjalti leggur áherslu á að verkið fjalli um sambúð kirkju og
þjóðar í þúsund ár. Tvennt er við þessa hugtakanotkun að athuga: Ann-
ars vegar mætti gagnrýna að hann skuli vísa til þjóðar mörgum öldum
áður en þjóðerniskennd varð í raun til. Þess verður þó að geta að í ritinu
kemur skýrt fram að Hjalti á hér við íbúa landsins eða landsmenn; hann
bendir á að fyrr á öldum hafi íbúarnir ekki „átt sér skýra þjóðarímynd eða
fundið til þjóðerniskenndar ...“ (I, 6). Hins vegar virðist vísan hans til
kirkjunnar í eintölu gefa tilefni til meiri vangaveltna, einkum vegna þess
að verkinu er ætlað að vera kristnisaga en ekki (einnar)kirkjusaga. Það er
því mjög umdeilanlegt hvort nota (m)eigi slíkt orð með ákveðnum greini
eftir 1874, þ. e. eftir að trúfrelsi var í lög leitt, eins og Hjalti, Þórunn Valdi-
marsdóttir og Pétur Pétursson gera. Vissulega fjalla bæði Pétur og Þórunn
um aðrar kristnar hreyfingar en þjóðkirkjuna, en með því að kalla þá
stærstu og fjölmennustu „kirkjuna" er spurning hvort þau séu ekki
ómeðvitað að leggja sitt lóð á vogarskálar hinnar trúar-pólitísku orðræðu