Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 234
228
PÁLL BJÖRNSSON
SKÍRNIR
Því verður samt ekki neitað að í verkinu er talsverð umfjöllun um
konur, verk þeirra og samfélagsstöðu, en ekki verður ráðið af textanum
hvort það sé Ingu Huld að þakka, þótt sá grunur læðist að manni. Ann-
ars virðist sem tilviljun hafi ráðið því hvort lýsingar á stöðu kvenna eða
kvenímyndum hafi komið úr penna aðalhöfunda eða hennar. Þannig lýs-
ir Loftur áhrifum siðbótar Lúthers á stöðu kvenna (III, 96-100) en Inga
Huld rekur þróunina frá 17. fram á 19. öld (III, 339-42). Þórunn Valdi-
marsdóttir greinir stöðu kvenna á ofanverðri 19. öld (IV, 119-25), og í
beinu framhaldi af því kemur kafli um sama efni eftir Ingu Huld. Hér
hefði farið betur ef frásögnin hefði myndað eina samfellu, enda gera hin
fjölmörgu innskot og framlög sérfræðinga yfirbragð verksins heldur tæt-
ingslegt. Fæst eru framlög Ingu Huldar í bókarhluta Péturs og fastast
virðist hún kveða að orði í bókarhluta Þórunnar, hver svo sem ástæða
þess kann að vera. Lítum á eitt sýnishorn: „Víst voru konur 19. aldar
þrúgaðar af boðum og bönnum tíðaranda, yfirvalda og kirkju. Erfða-
syndin hvíldi á þeim eins og farg. Vafalaust urðu margar þunglyndar.
Ytri bæling gat orðið að innri bælingu sem þær innrættu börnum sínum
og tökubörnum. Kjörum þeirra mætti helst líkja við aðstæður kvenna í
þriðja heiminum í dag“ (IV, 128). Þarna er reynt að auðvelda samtíma-
fólki að ímynda sér hvernig aðstæður íslenskra kvenna voru fyrir rúmri
öld, en eru kjör kvenna í hinum svokallaða „þriðja heimi“ ekki það ólík
að tilvísunin missir marks? Líklega eiga konur í Afganistan ekki ýkja
margt sameiginlegt með konum í Chile. I framhaldinu lýsir Inga Huld
ólíkum störfum og skyldum kvenna og spyr síðan: „Hvernig gátu þær
hlúð að öllu í kringum sig eins og sumum tókst?" Hún svarar: „Ekkert
varð þeim til bjargar annað en þeirra óbilandi trúartraust.“ Túlkun Ingu
Huldar endurspeglar líklega trúarvitund hennar, en með þessum orðum
staðsetur hún sig innan þeirrar hefðar kristins femínisma sem lítur á
kristna trú sem bjargvætt kvenna, jafnvel gegn kúgun af kirkjulegum
toga.
Ymis atriði íslenskrar kristnisögu koma upp í hugann sem áhugavert
hefði verið að rannsaka frá kynjasögulegum sjónarhóli. T.d. hefði verið
athyglisvert ef Pétur hefði haldið áfram þeirri greiningu á kynjaímyndum
innan KFUM, sem örlar á í rannsóknum hans fyrir rúmum tveim áratug-
um.15 Einnig mætti greina þær kynjaímyndir sem haldið hefur verið að
ómótuðum börnum í sunnudagaskólum og öðru æskulýðsstarfi þjóð-
kirkjunnar. Þó virðist sem áhuginn á að rannsaka slíkar ímyndir sé að
vakna, en nýleg úttekt á nýjasta fræðsluefninu sem þjóðkirkjan hefur lát-
ið útbúa fyrir yngstu kynslóðina bendir til þess að enn sé „hefðbundn-
15 Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. ald-
ar. Annar hluti. K.F.U.M. og skyld félög“, Saga XIX (1981), bls. 177-274.