Skírnir - 01.04.2001, Page 235
SKÍRNIR
ER HÆGT AÐ RITA HLUTLÆGT ...
229
um“ kynhlutverkum haldið að þeim.16 Einnig hefði verið áhugavert að fá
greiningu á nafngiftum, sem á yfirborðinu gætu virst sakleysislegar, en
eitt nýlegt dæmi eru hinir svokölluðu „mömmumorgnar" lútherskra
safnaða, þar sem mæðrum er boðið að koma með börn sín. í þessari nafn-
gift felst nefnilega óbein hvatning til kvenna að helga sig uppeldi eigin
barna og þannig felur hún í sér kynferðislega kúgun. Annað dæmi um
saklausa nafngift, sem einnig felur í sér tilraun til valdbeitingar, eru hinar
svokölluðu „lúthersku hjónahelgar“ þar sem á meðvitaðan hátt er reynt
að setja gagnkynhneigt samband karls og konu í öndvegi.
Að lokum má nefna að sá ásetningur ritnefndar að verkið yrði ekki
stofnanasaga „kirkjunnar" endurspeglast í þeirri ákvörðun hennar að láta
19. öldina miðja aðskilja þriðja og fjórða bindi, þegar fór að bera á fjöl-
breytni í trúariðkunum landsmanna, þ.e. öðrum trúarhreyfingum en
hinni opinberu lúthersku kirkju; skilin eru t.d. ekki höfð við aldamótin
1800, þegar umfangsmiklar breytingar voru gerðar á stjórnskipaninni,
m.a. með afnámi biskupssetranna fornu og stofnun eins seturs í Reykja-
vík.
III. bindi: Frönsk félagssaga ífyrirrúmi
Loftur Guttormsson ritar um tímabil sem að stórum hluta heyrir til hans
fræðilegu heimaslóða. Innsýn hans á sögu annarra landa álfunnar birtist í
tíðum samanburði hans á sögu kristninnar á Islandi við þróunina í ná-
grannalöndunum og hann nýtur þess einnig að þekkja vel til franskrar fé-
lagssögu; það gerir hann því vel fallinn til að uppfylla það stefnumið rit-
stjórans að verkið yrði ritað út frá hinu félags- og menningarsögulega
sjónarhorni (I, ix). Þessa stefnu hefði raunar mátt útskýra betur í inn-
gangi, vegna þess að innan félags- og menningarsögunnar er það vítt til
veggja að þessi hugtök geta vísað bæði til stofnana- og grasrótarsögu,
skoðað samfélagið bæði að ofan og neðan.17 Höfundunum hefur annars
tekist misvel að framfylgja þeirri stefnu að rita félagssögu kristninnar
fremur en stofnanasögu kirkjunnar. Lofti virðist hafa tekist að gera sér
merkilega mikinn mat úr þeim hlutfallslega litlu heimildum sem hans ald-
ir skildu eftir sig um daglegt trúarlíf manna.
Hann fer oft á kostum og mætti þar nefna greiningu hans á veitingu
prestsembætta og félagslegri samsetningu og uppruna prestanna. T. d. hef-
16 Sóley Stefánsdóttir, „Guðsmyndir, kynjamyndir og líkingamál í fræðsluefni ís-
lensku þjóðkirkjunnar fyrir börn“ (B.A.-ritgerð við guðfræðideild HI, vor
2000).
17 Sjá t.d. yfirlit hjá Sigurði Gylfa Magnússyni, „Félagssagan fyrr og nú“, Einsag-
an - ólíkar leiðir. Atta ritgerðir og eitt myndlistarverk (Reykjavík 1998), bls.
17-50. Sbr. Loft Guttormsson, „Rannsóknir í félagssögu 19. og 20. aldar“, Saga
XXXVIII (2000), bls. 135-60.