Skírnir - 01.04.2001, Page 237
SKÍRNIR
ER HÆGT AÐ RITA HLUTLÆGT ...
231
hafi verið „markmið yfirvalda að grisja í hinum ríkulega kirkjuskrúðgarði
miðaldakristninnar" (III, 223). Það tókst, því að svokölluðum hálfkirkjum
og bænahúsum fækkaði. Samt var það svo í upphafi 18. aldar að íbúar í
prestakalli voru aðeins á bilinu 100 til 900. Hér vekur samanburður Lofts
við nágrannalöndin sérstaka athygli, en meðalstærð prestakalla hérlendis
var aðeins um 250 íbúar á móti yfir 2000 í Noregi og um 1000 í Danmörku
(III, 225). Kjör margra íslenskra presta voru m. a. þess vegna bág, sem að
hans mati skerti mjög „möguleika þeirra til að helga sig predikara- og sálu-
sorgarahlutverkinu". Og hann bætir við að sá „litli munur sem var einatt á
efnahagslegri og menningarlegri stöðu sóknarprests og sumra sóknarbarna
var líklegur til að draga úr áhrifavaldi hans“ (III, 231). Hér virðist enn einn
þráður í fræðilegum þankagangi Lofts koma í ljós, þ.e. sú sannfæring að
formlegt vald einhvers hóps sé mikilvægt eða jafnvel nauðsynlegt til að
hægt sé að breyta hugarfari almennings. I þessu sambandi mætti auðvitað
einnig velta því fyrir sér hvort þessir áhrifalitlu prestar, sem Loftur auð-
kennir svo, hafi ekki einfaldlega verið blendnir í lúthersku trúnni.
Loftur lýsir skilmerkilega þeim trúar- og þjóðfélagslegu hræringum
sem fylgdu siðaskiptunum á meginlandi álfunnar. Slíkt er nauðsynlegt því
að hérlendis „höfðu siðaskiptin á sér yfirbragð einhliða utanaðkomandi
valdboðs; þau áttu sér stað sem bylting ofan frá“ (III, 41). Hann vísar til
þess að siðaskiptin í Danmörku hafi átt sér sterkar rætur og undanfara í
evangelískri vakningarhreyfingu og hnykkir á þessu með orðunum:
„Hversu gjörólíkt er ekki þetta íslenska laumuspil háværu áróðursstríði
og vígalegum trúareldmóði siðskiptaáranna á meginlandi Evrópu!“ (III,
54). Loftur minnir lesendur á að hérlendis hafi það félagslega umhverfi
ekki verið fyrir hendi, sem áðurnefndar vakningarhreyfingar siðaskipt-
anna komu fram í á meginlandinu: Stéttir borgara og handverksmanna
gátu nefnilega aðeins þrifist í kaupstöðum og borgum (III, 49).
Loftur skilgreinir boðbera lútherskrar siðbótar sem hina „fámennu
framvarðarsveit fagnaðarerindisins á Islandi“ (III, 54), en því miður segir
hann aðeins í fáeinum orðum frá baráttu þessarar sveitar við kaþólska
kirkjufursta: „Eftir fráfall Gissurar Einarssonar árið 1548 hófst mesti
átakakafli siðskiptasögunnar: viðleitni Jóns Hólabiskups til þess að gerast
kirkjufursti yfir öllu Islandi kostaði borgarastyrjöld sem lyktaði með af-
töku biskups og tveggja sona hans. Þessir dramatísku atburðir hafa oft
verið raktir; um þá má lesa m.a. í nýlegu rannsóknarriti" (III, 62). Að
sleppa þessum atburðum er lítt skiljanleg ákvörðun vegna þess að þá
hættir ritið um stund að vera yfirlitsverk.18 Svo má einnig deila um rétt-
18 Ákvörðunin um að sleppa „borgarastyrjöldinni" er bagalegri fyrir þá sök að
rannsóknarritið sem Loftur mælir með er ekki skrifað með almenning í huga.
Sjá Vilborgu Auði ísleifsdóttur, Siðbreytingin á Islandi 1537-1561. Byltingin
að ofan (Reykjavík 1997).