Skírnir - 01.04.2001, Page 239
SKÍRNIR
ER HÆGT AÐ RITA HLUTLÆGT ...
233
„Þrátt fyrir volduga útgáfu kristilegra bókmennta, sem var einn áþreifan-
legasti ávöxtur rétttrúnaðartímabilsins, virðist ekki hafa orðið veruleg
breyting á hugsunarhætti og hátterni almennings" (III, 217). Að mati
Lofts birtist þessi hægagangur t.d. í því að á fyrstu áratugunum eftir siða-
skiptin hafi biskupar landsins ekki lagt neitt ofurkapp á það að kaþólsk-
ar myndir og líkneski yrðu fjarlægð úr kirkjum (III, 106). Hann bendir
einnig á að áhrif kaþólskunnar hafi varað Lengi vegna þess að t.a.m.
líkvökur hafi verið stundaðar fram á 18. öld og að einnig hafi menn hald-
ið áfram að bera kistur sólarsinnis umhverfis kirkjuna, alveg eins og tíðk-
aðist á miðöldum (III, 263). Niðurstaða Lofts er sú að ekki hafi verið við
því að búast að hægt yrði að breyta hugarfarinu svo snögglega: „Til þess
hefði þurft miklu öflugri innrætingarmeðul en tiltæk voru ...“ (III, 109).
I þessum orðum endurspeglast mikilvægur þáttur í fræðilegri nálgun
Lofts, þ.e. að hugarfarið breytist fyrst og fremst fyrir tilstuðlan innræt-
ingarmeðala sem beitt sé að ofan. I innskoti minnir Inga Huld okkur á að
Maríukvæði hafi verið vinsæl hjá almenningi, sem megi ráða af miklum
fjölda varðveittra uppskrifta (III, 195). Ekki dregur hún þó þá ályktun af
þessu að áhrif lútherskunnar hafi verið minni en menn almennt ætluðu.20
Áður hefur verið drepið á takmarkaða áherslu Lofts á þá undirokun
sem helmingur Iandsmanna varð að þola vegna kynferðis síns. En hvern-
ig fjallar hann um almenning eða þá sem voru viðföng hinnar lúthersku
siðbreytingar? Hvaða meðul voru notuð til að koma kenningunum að
„hjörtum" manna? Hann segir t.d. frá því hvernig haldið var áfram að
þvinga fólk til að sækja guðsþjónustur: „Lágu sektir við ef heimilisfólk
hlýddi ekki boðum um kirkjusókn á helgum dögum. I raun mun þó hafa
verið lagt mest upp úr því að húsbóndi eða húsráðendur skiluðu sér til
kirkju“ (III, 91). Hér er þvingunarmeðölum lýst á fremur hlutlausan hátt,
en Loftur forðast að nota orð eins og „þvinganir“ eða „valdbeiting" til að
lýsa tilraunum til að neyða menningu upp á þegnana.
Loftur nefnir einokun Hólabiskupa á prentun í landinu og segir:
„Markmiðið var að siðbæta alþýðumenninguna með því að hefja til vegs
trúarlegt lestrarefni á prenti á kostnað veraldlegs skemmtiefnis sem gekk
í handritum" (III, 175). Hér er komið að mikilvægri spurningu: Hvað
vildi almenningur í raun lesa eða heyra lesið? Með því er um Ieið verið
að spyrja, hversu djúpt siðbreytingin eða jafnvel kristnin hafi í raun rist.
Það vekur athygli að Loftur nefnir einungis stuttlega þekktan formála
Guðbrands biskups að sálmabókinni frá 1589 (III, 175). Ósk biskups var
sú að
20 Kári Bjarnason fjallar um vanmat manna á kaþólskum áhrifum í trúarlífi ts-
lendinga í ritgerðinni „Orðræðan um Maríu Guðsmóður: Rannsókn á Maríu-
mynd íslenskra skálda 1400-1800“ (M.A.-ritgerð við heimspekideild HÍ, 1997).