Skírnir - 01.04.2001, Qupperneq 240
234
PÁLL BJÖRNSSON
SKÍRNIR
af mætti leggjast þeir ónytsamlegu kveðlingar, trölla og fornmanna-
rímur, mansöngvar, afmorsvísur, brunakvæði, háðs og hugmóðsvísur,
og annar vondur og ljótur kveðskapur, klám, níð og kerskni, sem hér
hjá alþýðufólki framarmeir er elskað og iðkað Guði og hans englum
til styggðar, djöflinum og hans árum til gleðskapar og þjónustu, en í
nokkru kristnu landi öðru, og meir eftir plagsið heiðinna manna en
kristinna á vökunóttum og öðrum manna mótum etc.21
I þessu sambandi hefur Gottskálk Þór Jensson nýlega ítrekað að Guð-
brandur hafi með ákalli sínu ekki verið að kvarta yfir of miklum áhrifum
kaþólskunnar heldur því að enn væru Islendingar heiðnir.22 Hér er drep-
ið á áhugavert atriði sem hefði átt skilið langa umfjöllun.
Lestrarkunnátta alþýðu skiptir máli í þessu sambandi en hún er eitt
þeirra sviða sem Loftur hefur rannsakað mikið á liðnum árum. Hann tel-
ur að hún hafi aukist í takt við vaxandi bókvæðingu í landinu (III, 177).
Ólæsi var enn á háu stigi á 17. öld (III, 178), en á síðari hluta 18. aldar
urðu umskipti að hans mati, þegar alþýðan lærði að lesa fyrir tilstuðlan
píetisma og upplýsingar; það hafi því orðið „menningarbylting að ofan“,
eins og hann orðar það. Nú er komið að öðru mikilvægu atriði: Var hér
um eiginlega menningarbyltingu að ræða eða einbera lestrarbyltingu?
Getur verið að almúginn á 18. jafnt sem 16. öld hafi haft takmarkaðan
áhuga á að kynna sér það trúarlega prentefni sem á boðstólum var og
fremur viljað sækja í sagnaheim íslenskra fornsagna, að sá heimur hafi
skapað drifkraftinn í útbreiðslu lestrarkunnáttunnar?23 Þetta vekur þá
spurningu hve mikinn viðnámsþrótt almenningur hafði gegn viðleitni
ríkis og kirkjunnar manna tii að þröngva heimsmynd sinni og hugarfari
upp á fólk? Vissulega reyndi hin menntaða yfirstétt að hefta sagna- og
kvæðaskemmtanir Islendinga; ýmislegt í menningu landsmanna tókst að
þurrka út, t. a. m. vikivakana. Hins vegar tókst ekki að drepa áhuga manna
á veraldlegu lesefni, þ.á m. Islendingasögunum. Þar til prentsmiðjan í
Hrappsey tók til starfa 1773, var nánast ekkert prentað hérlendis annað
en trúarlegt efni. Því neyddust menn til að skrifa upp hver eftir öðrum, en
þeirri iðju héldu menn áfram langt fram eftir 19. öld.24 Þessi „heimilis-
21 Guðbrandur Þorláksson, „Formáli", Ein ny PsalmaBok (Hólum [1589]), bls.
15. Stafsetning er færð til nútíðarhorfs.
22 Sjá Gottskálk Þór Jensson, „Dygðir íslendinga. Frá Gesta Adams frá Bremen
til deCODE genetics, Inc.“, TMM 2 (2000), bls. 53.
23 Þetta er ein af tilgátunum hjá Sigurði Gylfa Magnússyni í greininni „From
Children’s Point of View: Childhoold in Nineteenth-Century Iceland",
Journal of Social History 29 (1995) 2, bls. 295-323.
24 Sjá t.d. Matthew James Driscoll, The Unwashed Children of Eve: The Product-
ion, Dissemination and Reception of Popular Literature in Post-Reformation
Iceland (Enfield Lock, Middlesex 1997).