Skírnir - 01.04.2001, Page 246
SKÍRNIR
240 PÁLL BJÖRNSSON
íhaldssamra sjónarmiða sem leitt hafi til einangrunar þjóðkirkjunnar frá
þjóðlífinu.31
Sumar frásagnir Péturs af gagnrýnendum þjóðkirkjunnar eru talsvert
litaðar af lífsviðhorfum hans, eins og eftirfarandi dæmi sýnir:
Þó að þjóðleg samstaða hafi ríkt um táknrænt gildi Skálholts og end-
urreisn staðarins á sögulegum forsendum var veist að kirkjulegum
forsendum þess. Nóbelsskáldið Halldór Laxness lét frá sér fara niðr-
andi [leturbr. mín] ummæli um lúthersku kirkjuna, og hákirkjuleg
áhrif innan hennar virðast hafa magnað andúð hans á henni. I blaða-
grein árið 1981 efaðist hann um réttmæti eignarhalds evangelísk-
lúthersku kirkjunnar á Skálholtsstað. Þetta vakti hörð viðbrögð af
hálfu presta þjóðkirkjunnar og það leiddi til snarpra orðaskipta í
blöðum milli þeirra og rómversk-kaþólska biskupsins í Reykjavík.
(IV, 401)
Hér hefur þjóðkirkjumaðurinn Pétur Pétursson sest í dómarasætið og
for-dæmir fyrir lesandann ummæli Laxness, en vissulega hefði verið betra
að vitna í skrif skáldsins. Þessi tilvitnun sýnir glöggt hversu erfitt er að
hafa hemil á sér þegar ritað er um atburði sem eru nálægir í tíma. Það ætti
annars að vera hlutverk ritnefnda að koma í veg fyrir að svona nokkuð
sleppi á prent. Það skín einnig í gegnum skrif Péturs að hann telji að þjóð-
kirkjunni beri yfirráð yfir þeim jörðum sem kaþólska kirkjan eignaðist
með einum eða öðrum hætti. Raunar vekur það nokkra athygli að Pétur
fjallar ekki mikið um kaþólsk áhrif á Islandi á 20. öld. Hann getur ekki
um Hólahátíðina miklu árið 1950 en þá kom berlega í ljós að í hugum
landsmanna var enn helgiljómi yfir nafni Jóns Arasonar.
Frásögn Péturs af starfi kristniboðsfélaganna er stutt en lofsamleg.
Hann segir að félögin hafi „ekki getað státað af fjölda félaga en þeir sem
hafa starfað þar hafa gert það af mikilli fórnfýsi og dugnaði þannig að ár-
angur starfa þessara félaga verður ekki mældur eftir félagafjölda" (IV
267). I þessum orðum birtist ákveðin gagntekning vegna þess að Pétur
virðist ekki telja þörf á því að kanna hvort það sé eðlilegt og réttmætt að
innræta fólki, sem býr í öðrum menningarheimum, kristna trú. Þetta
verður honum ekki heldur tilefni til Jþess að spyrja hvort kristniboðinu
tengist einhverjir kynþáttafordómar. I þessu sambandi mætti benda á ný-
lega lýsingu Karls Sigurbjörnssonar af ferð hans á slóðir íslenskra kristni-
boða í Afríku, en hann heimsótti m. a. kristniboðsstöðina í Konsó, sem þá
var í höndum heimamanna:
31 Gunnar Kristjánsson, „Kirkjan í keng. Hugleiðingar um þróun íslensku þjóð-
kirkjunnar á tuttugustu öld“, Andvari 125 (2000), bls. 69-80.