Skírnir - 01.04.2001, Page 247
SKÍRNIR
ER HÆGT AÐ RITA HLUTLÆGT ...
241
Við komum rétt í þann mund er myrkrið skall á. Þetta kol, biksvarta
Afríkumyrkur sem dettur á eins og hendi sé veifað rétt tæplega sjö að
kveldi. Ljósamótorinn á kristniboðsstöðinni virkar ekki og enginn
hefur haft rœnu [leturbr. mín] á að laga hann. Nú eru engir Islending-
ar þarna lengur. Islendingar kunna að laga alla hluti, allar vélar leika í
höndunum á þeim, en nú eru þeir illa fjarri góðu gamni!32
Þarna birtast úrræðagóðir íslenskir kristniboðar sem andstæður rænulít-
illa blökkumanna og ljósavélin verður að tákni vestrænnar og kristinnar
menningar, vélin sem Iýsir upp álfuna myrkvuðu. Pétur hefði mátt rann-
saka hvort hér sé einvörðungu um ómeðvituð viðhorf að ræða, þ.e. hvort
þau séu dæmi um orðræðu sem fólk hendir á lofti án þess að trúa inntaki
hennar. Þá mun væntanlega koma í ljós við frekari rannsóknir hvort þessi
viðhorf séu í ætt við „menningarlega heimsvaldastefnu".
Pétur ritar talsvert um tengsl þjóðkirkju og stjórnmála. Frásögn hans
af lýðveldisstofnuninni sannfærir mann eitt augnablik um að lútherska
kirkjan hafi átt veigamikinn þátt í þeirri stofnun (IV, 300-302). Hann
skrifar talsvert um stjórnmálaflokkana og stundum kemur afstaða Péturs
til samtímans sterklega í ljós:
Aróður [leturbr. mín] kommúnista og árangur þeirra í kosningum á
seinni hluta fjórða áratugarins átti þátt í því að Sjálfstæðisflokkurinn
lýsti yfir eindregnum stuðningi við kirkju og kristindóm, en við
stofnun flokksins árið 1920 hafði hann verið nokkuð tvístígandi í af-
stöðu sinni. Þar var að finna nokkra gamla Brandesarsinna. Um
skipulega og varanlega andkirkjulega starfsemi kommúnista og vinstri
sósíalista var ekki að ræða þótt einstaka talsmaður þeirra skrifaði
rætnar [leturbr. mín] greinar um kirkjuna og starfsmenn hennar í mál-
gagn sitt. (IV, 297)
Hér er ekki vitnað til þessara greina eða annarra heimilda, þannig að les-
endur geta ekki metið hver fyrir sig hvort hér hafi aðeins verið um að
ræða hvassa gagnrýni á hugmyndina um eina kirkju fyrir alla þjóðina.
Pétur veltir einnig fyrir sér beinum áhrifum kristninnar á stjórnmálin og
fullyrðir að „komið [hafi] í ljós að ekki er grundvöllur fyrir starfsemi
stjórnmálaflokks sem kennir sig sérstaklega við kristindóm. Slíkir stjórn-
málaflokkar starfa í mörgum nágrannalöndum, t.d. í Skandinavíu og eiga
þar fulltrúa á þjóðþingum" (IV, 312). Þetta er vissulega merkilegur mun-
ur sem vert væri að rannsaka. Kann að vera að einhver(jir) hinna rótgrónu
íslensku flokka hafi í raun tekið við þessu hlutverki? Getur verið að til-
teknir stjórnmálaflokkar hafi reynt að nota þjóðkirkjuna til að auka völd
32 Karl Sigurbjörnsson, „Ég fór í ferð til Afríku", Kirkjuritið 64 (1998), 2. hefti,
bls. 29.