Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 248
242
PÁLL BJÖRNSSON
SKÍRNIR
sín? Undir lok ritsins virðist sem Pétur ætli einmitt að fara að ræða þessa
spurningu, þar sem hann segir: „Trúarbragðafélagsfræðingar benda á að
trúarbrögð eru notuð til þess að réttlæta vald“ (IV, 391). En því miður
ræðir Pétur ekki þessa túlkun frekar í íslensku samhengi. Annars virðist
sem Pétur hafi viljað forðast að fjalla um slík mál. Það vekur athygli að
hann nefnir ekki forsetakosningarnar 1952, þegar stærsti stjórnmála-
flokkurinn fékk Bjarna Jónsson vígslubiskup til þess að fara fram gegn
guðfræðingnum og framsóknarmanninum Ásgeiri Ásgeirssyni. Þessar
kosningar eiga því væntanlega eftir að verða í brennidepli rannsókna á
samskiptum þjóðkirkjunnar við stjórnmálaflokkana.
Maður fær stundum á tilfinninguna að bútar úr öðrum og óskyldum
verkum hafi slæðst inn í texta Péturs. Frásögn hans af útfararsiðum sam-
tímans breytist t.d. úr frásögn í forskrift:
Utfarir eru mikilvægar athafnir, ekki síst í sveitasamfélaginu og eru
þær oft fjölmennar, enda kemur þá fólk sem flust hefur brott og
minnist ættingja sinna og vina. Við útfarir eru gerðar ákveðnar kröf-
ur til prestsins varðandi líkræðuna. Hún verður að vera vönduð, eiga
vel við og koma því til skila sem segja þarf um hinn látna, verk hans,
persónu og stöðu hans í samfélaginu. Líkræðan verður að taka mið af
þessu ef hún á að hugga hina sorgmæddu og efla samstöðu og sam-
kennd fólksins. (IV, 353)
Hér er engu líkara en að Pétur sé farinn að leiðbeina kandídötum í guð-
fræðideild. Á öðrum stað er eins og að hann sé að rita leiðbeiningarbæk-
ling fyrir Hagstofuna: „Fólk tilkynnir trúfélagsaðild sína til Hagstofu Is-
lands. Hagstofan hefur skráð börn í sama trúfélag og móðirin tilheyrir,
nema annað sé tekið fram og tilkynnt" (IV, 277). Þá er erfitt að átta sig á
því hver hafi verið biskup hverju sinni og gildir það raunar um allt fjórða
bindið. Þarna hefðu einfaldir listar verið til mikilla þæginda. Einnig er til-
viljunum háð hvað Pétur segir um hvern biskup: Ekki verður Pétur sak-
aður um að hygla föður sínum, Pétri Sigurgeirssyni, því að nánast ekkert
segir hann lesendum frá biskupstíð hans; hins vegar gerir hann mikið úr
biskupstíð afa síns, Sigurgeirs Sigurðssonar.
Gunnar Karlsson fullyrðir að verkið Kristni á Islandi sé „merkur vitnis-
burður um það sem virðing fyrir fræðilegum vinnubrögðum og fræðileg
víðsýni getur komið til leiðar þegar best [leturbr. mín] tekst til. Hún sýn-
ir að fréttir af andláti hlutlægnileitandi sagnfræði eru stórlega orðum
auknar".33 Að rita hlutlægt um huglægt efni eins og trúarbrögð hlýtur
eðli málsins samkvæmt að vera margvíslegum vandkvæðum bundið. Slík
33 Gunnar Karlsson, „Verkið sem tókst að vinna. Kristni á íslandi I-IV“, bls. 24.