Skírnir - 01.04.2001, Side 253
SKÍRNIR
TILVITNANASAFN TRYGGVA GÍSLASONAR
247
gyðjuna Artemisi Díönu. Tryggvi segir (361. bls.) að kvæði Stefáns Ólafs-
sonar, Um þá fyrri og þessa öld, sé þýðing á ljóði úr 5. bók Hugfrór heim-
spekinnar eftir Boethius (sem er að vísu nefndur Boetius í nafnaskrá). En
það er þýðing á Ijóði úr 2. bók Hugfrór heimspekinnar, og hefði raunar
verið eðlilegt og fróðlegt að tilgreina hinn latneska frumtexta. Tryggvi
greinir (379. bls.) svo frá áletrun þeirri sem Ferdinand V Spánarkonung-
ur valdi á skjaldarmerki Kristófers Kólumbusar: „A Castilla y a Leon
nuebo mundi fió Colón.“ Hér hefur Tryggvi ekki tekið eftir ríminu en
auk þess er spænska hans óskiljanleg. Til þess að hún væri skiljanleg þyrfti
að víkja við tveimur orðum og segja: „A Castilla y a León / nuebo mundo
dió CoIón“ (Kólumbus bætti nýjum heimi við Kastilíu og León). En
raunar mun áletrunin hafa verið frábrugðin þessu ef marka má ritið Vita
e lettere di Amerigo Vespucci frá 1745 eftir Angelo Maria Bandini, xl. bls.:
„Por Castilla y por León / nuebo mundo alló Colón“ (Kólumbus fann
nýjan heim fyrir Kastilíu og León).
Ekki eru allar villur í útlendum tilvitnunum með þessu upp taldar.
Tryggvi vitnar (401. bls.) í spurningu Stalíns um það hversu margar her-
deildir páfinn hefði, og hefur hana eftir Winston Churchill, eins og Stalín
hafi sagt hana við Churchill. En Stalín sagði hana við Pierre Laval 13. maí
1935, eins og Churchill greinir frá í hinni miklu stríðssögu sinni (og fram
kemur í Islenskum tilvitnunum mínum). Tryggvi fræðir lesendur á því
(468. bls.) að Sænska ferðamálaráðið hafi tekið að nota vígorðið „Kánn
ditt land“ um 1970. Þetta getur ekki verið rétt: I 4. útgáfu Bevingede ord
eftir T. Vogel-Jorgensen, sem kom út 1955, segir til dæmis að þetta sé þá
vígorð ráðsins. Tryggvi segir (495. bls.) að stofnun Sameinuðu þjóðanna
hafi verið undirbúin á ráðstefnu í Lundúnum 1946. Þetta getur ekki ver-
ið rétt, því að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í San Francisco 1945.
Tryggvi segir í kafla um orðasambandið „Þriðja ríkið“ (577. bls.) að fyrsta
ríkið hafi verið talið hið heilaga rómverska keisaradæmi sem stofnað hafi
verið árið 800. En samkvæmt hefð var þetta ríki (Sacrum Romanum
Imperium) stofnað með krýningu Ottós I í Róm árið 962.
Staðreyndavillur eru því miður ekki færri í íslenskum tilvitnunum í
safni Tryggva en útlendum. Tryggvi kveður (23. og 216. bls.) séra Sigurð
Einarsson í Holti hafa sagt um Ásmund Guðmundsson 1952 að hann gæti
afkristnað heil sólkerfi. En þessi orð sagði Árni Þórarinsson um Jón
Helgason biskup, eins og kemur fram í ævisögu hans eftir Þórberg Þórð-
arson, 1. bindi, 475. bls. (og raunar líka í Islenskum tilvitnunum mínum).
Tryggvi segir (170. bls.) að Fjalla-Eyvindur sé frá 1915 en leikritið var
samið 1911-1912. Galdra-Loftur Jóhanns er hins vegar frá 1915. Tryggvi
fræðir lesendur sína á því (224. bls.) að Heimdallur, félag ungra sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík, sé stofnaður 1934 en hann var stofnaður 1927.
Tryggvi vitnar í (252. bls.) alræmd ummæli Þórodds Guðmundssonar:
„Hvað varðar mig um þjóðarhag?“ og segir þau hafa fallið á Alþingi 1930.