Skírnir - 01.04.2001, Síða 262
256
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
SKÍRNIR
riks Ibsens, að siglt sé með lík í lestinni (437. bls.), en minnist ekki á að
Sigurður Nordal notaði sömu líkingu um norræna ritskýringu, vafalaust
vísvitandi frá Ibsen. Tryggvi hefur eftir Benjamín Franklín að tíminn sé
peningar (479. bls.). En Jón Sigurðsson forseti þýddi þetta á íslensku:
„Gáðu þess, að tíð er peningar." Tryggvi vitnar í orð gríska skáldsins
Pindars um vatn (503. bls.) og vísar líka í ummæli einnar söguhetju Hall-
dórs Laxness um vatn. En hann getur þess ekki að Grímur Thomsen sneri
á íslensku vísuorðum Pindars um vatn.
Það ber loks að játa að erfiðara er að segja til um hvað vantar í rit en
að finna þar villur eða galla. I safni Tryggva eru fjölmargar tilvitnanir í
Biblíuna, Islendinga sögur, verk Halldórs Laxness og ljóð þeirra Davíðs
Stefánssonar, Einars Benediktssonar, Tómasar Guðmundssonar og Steins
Steinars. Hefur Tryggvi bersýnilega lesið allt þetta gaumgæfilega og vant-
ar fátt eða ekkert upp á um þessi verk. Ég sakna hins vegar tilvitnana í
marga yngri höfunda íslenska' og líka ýmissa annarra fleygra orða.
Tryggvi hefur til dæmis, sem eðlilegt er, orðið „dómsdagur“. En hvers
vegna sleppir hann (54. bls.) orðinu „dómsmorð" sem þó er fleygt? (Það
kemur til dæmis fyrir í titli tveggja íslenskra bóka, þýðingar á bók eftir
norskan lögmann og riti eftir Sævar Ciesielski.) Tryggvi hefur orðasam-
bandið „Fifty fifty" (169. bls.). En hvers vegna sleppir hann frægum orð-
um Mola herforingja um „fimmtu herdeildina“ ? Tryggvi vitnar í orð
Rómeós við Júlíu, „Gefðu mér synd mína aftur“ (189. bls.). En hann vitn-
ar ekki í hin frægu orð Konráðs Gíslasonar við Jónas Hallgrímsson:
„Gefðu mér veröldina aftur, Jónas minn! þá skal ég aldrei biðja þig oftar.“
Helst sakna ég þó í tilvitnanasafni Tryggva fleygra orða sem fallið hafa
á fundum eða í samræðum manna í milli á Islandi, ekki síst í gamni en líka
í alvöru. Það hefði verið þakklátt verk að forða þeim úr glatkistu. Tryggvi
virðist að mestu leyti hafa sneitt hjá gamansemi, þótt að vísu leynist í
verkinu nokkrar gamansögur (til dæmis á 320. bls. um hinn óborganlega
fund ungmennafélagsmanna á Akureyri 1907 þar sem einn fundarmanna,
Þórhallur Andreas Gunnlaugsson, steig á stokk og strengdi þess heit að
ná hundrað ára aldri og liggja dauður ella). Skemmtilegt heíði verið að
hafa í bókinni ýmis fleyg orð Tómasar Guðmundssonar, Árna Pálssonar,
Jónasar Jónssonar frá Hriflu, Ólafs Thors, Púlla, Þórðar Guðjohnsens og
fleiri málsnjallra manna (Mér þykir lognið vera farið að flýta sér; Já, farðu
bara, Sigurður minn, en hvert? Nú er brennivínið orðið svo dýrt, að ég
hef ekki efni á að kaupa mér skó; svo má lengi telja). Tryggvi virðist hafa
miklar mætur á margvíslegri skólameistaraspeki en að sama skapi litlar á
skemmtilegum sérvitringum og lífslistarmönnum íslenskum. Ég sakna
raunar líka úr safni Tryggva að hann láti þess getið þegar hann sækir til-
vitnanir í önnur íslensk tilvitnanasöfn, þar á meðal Islenskar tilvitnanir
mínar sem komu út fjórum árum á undan safni hans. Sé ég sumt eftir Sig-
urð Nordal, Heimi Steinsson, Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson, Vilmund