Skírnir - 01.04.2001, Side 264
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Austan við mál og sunnan við verk
Um listsköpun Eggerts Péturssonar
Þau verk eftir Eggert Pétursson sem ætla má að séu þekktust meðal
landsmanna eru blómamyndir sem hann málaði fyrir handbókina Islensk
flóra, sem kom út á vegum Iðunnar árið 1983, og veggspjald Hins íslenska
náttúrufræðifélags sem kom fyrst út um það bil ári seinna. Að sitja heilt
ár og mála blóm, eftir þurrkuðum jafnt sem lifandi jurtum, dró dilk á eft-
ir sér fyrir listsköpun Eggerts. Upp úr þessari vinnu urðu til, eins og
Hjálmar Sveinsson hefur komist að orði, „afar sérstæð olíumálverk af
blómum og plöntum sem vakið hafa athygli fyrir furðulega dýpt sína,
skrautkennd og iðandi litbrigði".1 „Svona málar enginn annar“ hefur
Gunnar J. Árnason sagt um þessi verk og telur að Eggert taki afdráttar-
lausari afstöðu gegn módernískum arfi samtímans en margir aðrir.2 Verk
hans séu samt ekki afturhvarf til uppstillinga fyrri tímabila, heldur nær-
myndir af náttúrunni þar sem hvert einasta lauf og strá er málað af slíkri
nákvæmni að unnt er að skoða það gegnum stækkunargler.
Heimur íslenskrar flóru á sér þó eldri rætur í verkum Eggerts. Á
fyrstu einkasýningu sinni í Galleríi Suðurgötu 7 árið 1980 sýndi hann
myndir sem gerðar voru með því að pressa jurtir milli tveggja vatnslita-
arka, eins og gjarnan er gert þegar plöntur eru þurrkaðar, og sýndi síðan
arkirnar með afþrykkjunum í myndtvennum sem minna að vissu leyti á
mynstur í samhverfum blekteikningum. Þó að jurtastefið birtist við og
við á sýningum Eggerts eftir þetta, t.d. á einkasýningu að Njálsgötu 80
árið 1983 og á samsýningu í galleríinu Filiale í Basel í Sviss árið 1984, er
það ekki fyrr en á einkasýningu í Galleríi Sævars Karls árið 1989 sem þau
viðfangsefni og aðferðir koma fram sem mest hafa einkennt málverk Egg-
erts og greint hann frá öðrum málurum sinnar kynslóðar. Þar má sérstak-
lega nefna málverk af sortulyngi sem einnig var prentað á veggspjald og á
sérstaka öskju. I þessu verki má sjá öll helstu einkenni þeirra málverka
sem vaxið hafa upp undan pensildráttum málarans. Myndefnið er jurtir úr
íslenskri náttúru, málaðar í smáatriðum og með mikilli nákvæmni, sem
þekja allan myndflötinn líkt og þær séu breiddar ofan á hann.
Málverk Eggerts eru ekki sprottin upp úr beinu andófi gegn nútíma-
málverkinu, eins og ætla mætti, heldur Iiggja rætur verkanna í þeirri teg-
und nýlistar sem kom fram á áttunda áratugnum, um það leyti sem áhrifa
frá flúxus-hreyfingunni og konseptlist gætti mjög meðal nemenda við ný-
1 Lífœðar [sýningarskrá], Reykjavík 1999, bls. 20.
2 Siksi: NordicArt Review, 2/95, bls. 57.
Skímir, 175. ár (vor 2001)