Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 9
M a r g r a h e i m a s ý n TMM 2013 · 4 9 ús son seint við eldinum en Jón Grunnvíkingur Ólafsson, skrifari og einhver auðmjúkasti og þrælkaðasti þjónn sem íslensk fræði hafa eignast – svo gripið sé til orða Björns Th. Björnssonar – bjargaði því sem bjargað varð. Það var ekki síst Grunnvíkingnum að þakka, ásamt Finni Jónssyni, síðar biskupi, og Jóni Axelssyni, ungum klæðskeranema, að mörg og mikilvæg handrit urðu ekki eldinum að bráð heldur björguðust. Björn fann því orð í bók sinni, Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn: „Það er undarlegt að hugsa sér þessa þrjá ungu menn, biskupsefnið, fátækan skrifarann og klæðskerasveininn hlaupa í eldsbjarmanum með fangið fullt af skinnbókum og hlaða þeim í vagninn, og inn aftur, ferð eftir ferð, meðan eldurinn nálgaðist og hitinn magnaðist, þar til ekki varð lengur að staðið. Hvað hefði gerzt, ef þeir hefðu ekki átt þá taug sem til þurfti, en hugsað meira um að bjarga sínu eigin skinni eða farið að dæmi borgarlýðsins og reynt að auðga sig á upplausninni? Hvar væru þá íslenzkar gullaldarbókmenntir?“ Einhvern veginn þannig er saga handritanna í hugum okkar sem horfum á þau utan frá og erum ekki innmúruð í fræðin. Það liggur alltaf einhver hræðilegur voði yfir þeim. Þau finnast í aumustu moldarkofum, týnast og brenna og sökkva í hafið og eru eins konar munaðarleysingjar sem fá ekki einu sinni að koma heim en kveljast í árhundruð hjá vondu stjúpmóður okkar allra, Dönum. Það er aldrei hátt til lofts og vítt til veggja þar sem þau dvelja. Að þeim var lengst af jafn fátæklega búið og þjóðinni á sinni tíð. Líklega er það einnig fyrir þá sök sem þau eiga svo tryggan stað í hjarta okkar. Bústaðir þeirra voru ekki skrauthallir veraldar heldur örreytiskot við myrkasta útjaðar heimsins, þar sem þau hafa legið undir skemmdum í reyk og sóti og skít. Þau bera þess líka fögur merki að hafa lifað með þjóðinni eins og Konungsbók getur best vitnað um. Hún er með öllu skrautlaust ritverk sett í ódýrasta vasabrot eins og verstu sjoppubókmenntir dagsins og laus við listfengi og óþarfa prjál í ytri búnaði. Þvert á móti er hún tötrum klædd bókardrusla, sótug upp fyrir haus, skítug og tætt, sjálf fátæktin og útjaskað allsleysi landsmanna lifandi komið. Það er auðsætt á henni að hún hefur lifað með sínu fólki og upp á þess kjör og, eins og stundum má segja um þjóðina sem bjó hana til, þá vantar í hana nokkrar blaðsíður. Konungsbók er af þeim sökum ekki endilega rétt nafngift. Það er ekkert konunglegt við hana. Hún er þvert á móti andstæða alls þess sem kallast má konunglegt. Hún hefði með réttu mátt heita Alþýðubókin. En líkt og er með önnur íslensk handrit og handritsslitur skyldu menn vara sig á því að dæma verk eins og Konungsbók eftir ásýndinni. Þótt við ættum aðeins hana eina værum við rík að bókmenntum og hefðum lagt stóran skerf til heimsmenningarinnar. Hún geymir ómetanlegar heimsbók- menntir og þegar við skiljum ekkert lengur í því hvert Ísland stefnir er gott að eiga hana að, vegna þess að hún minnir okkur á að okkar fegursta og dýr- mætasta eign er útslitin, vesæl bókardrusla. Ekki risavaxnar bankastofnanir sem stóðu á brauðfótum. Ekki íslenska fjármálasnilldin sem aðrar þjóðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.