Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 14
A u ð u r Ava Ó l a f s d ó t t i r 14 TMM 2013 · 4 fínofnu mynstri tilfinninga og tíma, að samtímis séu margir hlutir að gerast sem hafi þýðingu fyrir líf mitt, að atburðir gerist ekki einn á eftir öðrum, heldur á mörgum plönum hugsana, drauma og tilfinninga samtímis, að það sé augnablik inni í augna- blikinu. Það er ekki fyrr en löngu síðar að tíminn hefur flokkað úr og greint þráð í ringulreið þess sem gerist. Nákvæmlega þannig fléttast örlög konu og skepnu saman. (Rigning í nóvember. Bls. 160. Salka 2004.) Ólafsdóttir (tekur aftur upp þráðinn): Sko hérna er ég einmitt að fást við eina af þversögnum skáldskapar sem er sú að í raunveruleikanum gerast margir atburðir samtímis en í sömu línu kemst bara fyrir einn atburður, forstår du hvad jeg mener? Spyrjandi: Men det er hverken den første eller den anden verdenskrig. Hvor- for det? Ólafsdóttir: Já, það er rétt til getið að ég fjalla hvorki um fyrri né síðari heimsstyrjöldina. En í staðinn er frekar mikil þjáning í bókunum mínum, eiginlega er ég með þjáningu mannsins og grimmd heimsins á heilanum. Underliggende er eksistensielle spørgsmål som for exempel hvorfor sker det som sker, hvem er vi, er det hele bare tilfældighed … eller hvad? Skáldsagan Afleggjarinn, svo dæmi sé tekið, hefst á dauða og reyndar líka upprisu sögu- hetju – altså symbolsk – hvað segirðu um það? … Og móðirin deyr í berjamó, ekki er það smátt? … Og fólk er alveg lengi að deyja, … heilar fjórar til sex síður og á meðan verið er að klippa það út úr bílnum í berjamónum, þá spjallar það í farsímann og gerir ráðstafanir varðandi kvöldmatinn … að lengd eru andlátsorðin svipuð og í Íslendingasögunum … En það er rigtigt að fólk deyr frekar sem einstaklingar en þjóðir í bókunum mínum og ég get náttúrlega ekki svarað fyrir það hversu stór sá dauðdagi er á skalanum einn til tíu, ætli hann sé ekki svona sex komma fimm. Stjórnandinn: Ja netop, det er det som man siger, kvindebøger handler om mad. Så slutter vi og tager en øl … Men, nej, ikke endnu … den islandske kvindelige forfatter vil gerne tilføje noget. Ólafsdóttir: Ja tak, jeg ville bare allersidst sige at der er flere mennesker som dør i soveværelser i verden end i krig. Stjórnandinn: Ja netop, det er altså det kvindebøger handler om; det som sker i soveværelser og i køkkenet. Det lillebitte, smule … Síðan man maður alltaf eftir því mikilvægasta eftir á; þegar ég var komin heim á hótelið á Vesterbro, hugsaði ég: af hverju sagði ég honum ekki að eldhús eru ekki standard heldur eru til margar stærðir af eldhúsum, að það væru ekki öll eldhús með tvöföldum ísskáp og klakavél – og málið hefði fengið nýja vídd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.