Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 14
A u ð u r Ava Ó l a f s d ó t t i r
14 TMM 2013 · 4
fínofnu mynstri tilfinninga og tíma, að samtímis séu margir hlutir að gerast sem hafi
þýðingu fyrir líf mitt, að atburðir gerist ekki einn á eftir öðrum, heldur á mörgum
plönum hugsana, drauma og tilfinninga samtímis, að það sé augnablik inni í augna-
blikinu. Það er ekki fyrr en löngu síðar að tíminn hefur flokkað úr og greint þráð í
ringulreið þess sem gerist. Nákvæmlega þannig fléttast örlög konu og skepnu saman.
(Rigning í nóvember. Bls. 160. Salka 2004.)
Ólafsdóttir (tekur aftur upp þráðinn): Sko hérna er ég einmitt að fást við eina
af þversögnum skáldskapar sem er sú að í raunveruleikanum gerast margir
atburðir samtímis en í sömu línu kemst bara fyrir einn atburður, forstår du
hvad jeg mener?
Spyrjandi: Men det er hverken den første eller den anden verdenskrig. Hvor-
for det?
Ólafsdóttir: Já, það er rétt til getið að ég fjalla hvorki um fyrri né síðari
heimsstyrjöldina. En í staðinn er frekar mikil þjáning í bókunum mínum,
eiginlega er ég með þjáningu mannsins og grimmd heimsins á heilanum.
Underliggende er eksistensielle spørgsmål som for exempel hvorfor sker det
som sker, hvem er vi, er det hele bare tilfældighed … eller hvad? Skáldsagan
Afleggjarinn, svo dæmi sé tekið, hefst á dauða og reyndar líka upprisu sögu-
hetju – altså symbolsk – hvað segirðu um það? … Og móðirin deyr í berjamó,
ekki er það smátt? … Og fólk er alveg lengi að deyja, … heilar fjórar til sex
síður og á meðan verið er að klippa það út úr bílnum í berjamónum, þá
spjallar það í farsímann og gerir ráðstafanir varðandi kvöldmatinn … að
lengd eru andlátsorðin svipuð og í Íslendingasögunum … En það er rigtigt
að fólk deyr frekar sem einstaklingar en þjóðir í bókunum mínum og ég get
náttúrlega ekki svarað fyrir það hversu stór sá dauðdagi er á skalanum einn
til tíu, ætli hann sé ekki svona sex komma fimm.
Stjórnandinn: Ja netop, det er det som man siger, kvindebøger handler om
mad. Så slutter vi og tager en øl … Men, nej, ikke endnu … den islandske
kvindelige forfatter vil gerne tilføje noget.
Ólafsdóttir: Ja tak, jeg ville bare allersidst sige at der er flere mennesker som
dør i soveværelser i verden end i krig.
Stjórnandinn: Ja netop, det er altså det kvindebøger handler om; det som sker
i soveværelser og i køkkenet. Det lillebitte, smule …
Síðan man maður alltaf eftir því mikilvægasta eftir á; þegar ég var komin
heim á hótelið á Vesterbro, hugsaði ég: af hverju sagði ég honum ekki að
eldhús eru ekki standard heldur eru til margar stærðir af eldhúsum, að það
væru ekki öll eldhús með tvöföldum ísskáp og klakavél – og málið hefði
fengið nýja vídd.