Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 15
D v e r g a r o g s t r í ð
TMM 2013 · 4 15
Dílemman um stór og lítil viðfangsefni í bókmenntum, minnir að sínu
leytinu nokkuð á tvær mikilvægar uppgötvanir á 17. öld þegar mönnum
tókst að skilja óendanleikann á tvo mismunandi vegu; annars vegar sem
óravíðáttu smásjárheimsins1 eða það sem var óendanlega stórt í smæð sinni,
og hins vegar útþensluna í geimnum, óhugsandi í stærð sinni.
Og úr því að við erum á sagnfræðilegum nótum mikilvægis og lítilvægis
þá verður mér hugsað til skemmtilegrar kynjafræðilegrar umræðu á öldinni
á undan, þeirri sextándu, þegar menn skeggræddu í alvöru þann möguleika
að taka konur inn í nýstofnaðar myndlistarakademíur. Á endanum komust
menn þó að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að konur væru of miklar til-
finningaverur og hefðu of ríkulegt ímyndunarafl til að geta orðið marktækir
myndlistarmenn. Á móti skorti þær þá eðliseiginleika sem mestu þóttu
skipta í listsköpun aldarinnar; rökhugsun og stærðfræðigáfu.
Svar kvenrithöfundar við pallborðsumræðum í Kaupmannahöfn kom út
nokkrum misserum síðar í skáldsögunni Undantekningin – de arte poetica
(Bjartur, 2012), þar sem önnur aðalpersónan er kvenrithöfundur sem er rétt
rúmur metri á hæð og er stöðugt að leita að nógu háleitu söguefni til að
skrifa um. Einkunnarorð Undantekningarinnar – de arte poetica – vísa í orð
Friedrichs Nietzsche sem heimfæra má uppá smælki skáldskaparins:
Við viljum verða ljóðskáld okkar eigin lífs fyrst og fremst í hinum smæstu og hvers-
dagslegustu atriðum.
(F. Nietzsche, Hin hýru vísindi)
Það er ekki saklaust í hinu stóra samhengi hlutanna, að skálddvergurinn
býr í kjallaranum hjá aðalsöguhetjunni sem er líka kona og vill svo til að
lítur út og hagar sér eins og alvöru „fagurfræðileg persóna“ eins og skáldið
niðri kemst að orði. Gott ef það telur sig ekki hafa búið hana til. Að minnsta
kosti segist skáldkonan vart þora að stinga niður penna af ótta við að það
sem hún skrifar rætist á efri hæðinni. Undirtitillinn de arte poetica vísar
í þá skáldskaparlíkingu að ólíkt mannlegri hegðun sem sé óútreiknanleg,
ófyrirsjáanleg og óreiðukennd, þá byggi skáldsaga á röð og reglu sem birtist
til dæmis í því að hún hefur upphaf, endi og miðju. Sú efahyggja sem í skáld-
sögunni er viðruð í tengslum við samband skáldskapar og raunveruleika,
beinist hins vegar ekki að möguleikum skáldskaparins til að gefa óreiðu
lífsins og þversögnum mennskunnar merkingu og tilgang.
Á meðan kvenskáldið í kjallaranum með bleiklökkuðu eldhúsinnrétt-
ingunni, lætur sér detta í hug nógu stórbrotið viðfangsefni til að skrifa um,
vinnur hún fyrir sér með því að skrifa glæpasögur fyrir þekktan karlkyns
krimmahöfund.2 Hún segist útvega honum plottið …
geri drög að persónusköpun og skrifi upphafssetningu hvers kafla og niðurlag.
Nýlega hafi síðan bæst við samtöl, bæði á vettvangi og við yfirheyrslur. Þannig að,
heyri ég að grannkona mín segir, í síðustu bók má segja að fingraför mín hafi verið
á um sextíu prósent efnis. (Undantekningin – de arte poetica. Bls 54–55)