Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 15
D v e r g a r o g s t r í ð TMM 2013 · 4 15 Dílemman um stór og lítil viðfangsefni í bókmenntum, minnir að sínu leytinu nokkuð á tvær mikilvægar uppgötvanir á 17. öld þegar mönnum tókst að skilja óendanleikann á tvo mismunandi vegu; annars vegar sem óravíðáttu smásjárheimsins1 eða það sem var óendanlega stórt í smæð sinni, og hins vegar útþensluna í geimnum, óhugsandi í stærð sinni. Og úr því að við erum á sagnfræðilegum nótum mikilvægis og lítilvægis þá verður mér hugsað til skemmtilegrar kynjafræðilegrar umræðu á öldinni á undan, þeirri sextándu, þegar menn skeggræddu í alvöru þann möguleika að taka konur inn í nýstofnaðar myndlistarakademíur. Á endanum komust menn þó að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að konur væru of miklar til- finningaverur og hefðu of ríkulegt ímyndunarafl til að geta orðið marktækir myndlistarmenn. Á móti skorti þær þá eðliseiginleika sem mestu þóttu skipta í listsköpun aldarinnar; rökhugsun og stærðfræðigáfu. Svar kvenrithöfundar við pallborðsumræðum í Kaupmannahöfn kom út nokkrum misserum síðar í skáldsögunni Undantekningin – de arte poetica (Bjartur, 2012), þar sem önnur aðalpersónan er kvenrithöfundur sem er rétt rúmur metri á hæð og er stöðugt að leita að nógu háleitu söguefni til að skrifa um. Einkunnarorð Undantekningarinnar – de arte poetica – vísa í orð Friedrichs Nietzsche sem heimfæra má uppá smælki skáldskaparins: Við viljum verða ljóðskáld okkar eigin lífs fyrst og fremst í hinum smæstu og hvers- dagslegustu atriðum. (F. Nietzsche, Hin hýru vísindi) Það er ekki saklaust í hinu stóra samhengi hlutanna, að skálddvergurinn býr í kjallaranum hjá aðalsöguhetjunni sem er líka kona og vill svo til að lítur út og hagar sér eins og alvöru „fagurfræðileg persóna“ eins og skáldið niðri kemst að orði. Gott ef það telur sig ekki hafa búið hana til. Að minnsta kosti segist skáldkonan vart þora að stinga niður penna af ótta við að það sem hún skrifar rætist á efri hæðinni. Undirtitillinn de arte poetica vísar í þá skáldskaparlíkingu að ólíkt mannlegri hegðun sem sé óútreiknanleg, ófyrirsjáanleg og óreiðukennd, þá byggi skáldsaga á röð og reglu sem birtist til dæmis í því að hún hefur upphaf, endi og miðju. Sú efahyggja sem í skáld- sögunni er viðruð í tengslum við samband skáldskapar og raunveruleika, beinist hins vegar ekki að möguleikum skáldskaparins til að gefa óreiðu lífsins og þversögnum mennskunnar merkingu og tilgang. Á meðan kvenskáldið í kjallaranum með bleiklökkuðu eldhúsinnrétt- ingunni, lætur sér detta í hug nógu stórbrotið viðfangsefni til að skrifa um, vinnur hún fyrir sér með því að skrifa glæpasögur fyrir þekktan karlkyns krimmahöfund.2 Hún segist útvega honum plottið … geri drög að persónusköpun og skrifi upphafssetningu hvers kafla og niðurlag. Nýlega hafi síðan bæst við samtöl, bæði á vettvangi og við yfirheyrslur. Þannig að, heyri ég að grannkona mín segir, í síðustu bók má segja að fingraför mín hafi verið á um sextíu prósent efnis. (Undantekningin – de arte poetica. Bls 54–55)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.