Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 16
A u ð u r Ava Ó l a f s d ó t t i r
16 TMM 2013 · 4
Samtímis hvetur skálddvergurinn glæpasagnahöfundinn til að fara út fyrir
þægindarammann og reynir að beina honum í átt að fagurbókmenntum.
Fyrsta skrefið telur hún að læra að undrast en til þess ráðleggur hún honum
að fara í Húsdýragarðinn og skoða kálf. Lokaáskorunin er að standa á bjarg-
brún og þora að taka flugið.
– Ég er alltaf að segja honum að hann verði að fara út fyrir afgirta öryggissvæðið en
hann skilur mig ekki þótt ég reyni að orða það á ýmsa vegu.
Á síðasta neyðarfundi þeirra hafi hún stungið að honum þeirri hugmynd að láta
morðingjann ýta þekktum glæpasagnahöfundi fram af hengifluginu, láta hann gossa
fram af bjargbrún.
– Ég mana þig, sagði ég við hann, til að láta myrða sjálfan þig og draga útlínur
nýrrar hugsunar með fjöðurstaf vættum í blóði eigin þjáninga.
Hún hristir höfuðið.
– En hann hlustar ekki, hann er að byggja raðhús.
(Undantekningin – de arte poetica. Bls. 213)
Undantekningin er þó sú skáldsagna minna þar sem minnstu munar að morð
sé framið. Söguhetjan er stödd í eldhúsinu (já, einmitt í eldhúsi) með hníf í
hendi, þegar eiginmaðurinn sem hefur yfirgefið hana fyrir karlmann kemur
að sækja sér hreina skyrtu. Hún greinir lágvaxna skáldinu frá því að sig hafi
langað til að skera úr honum hjartað og það kannast strax við kenndina:
Hún segir að svo undarlega vilji til að hún sé einmitt að glíma við visst líffæra brott-
nám í tengslum við ástríðuglæp þar sem morðingi sker líffæri úr fórnarlambi sínu.
Það megi heita merkileg tilviljun að kynhneigð gegni þar einmitt lykilhlutverki,
hvort hún hafi ekki verið búin að minnast á það?
– Ég hef verið að velta því fyrir mér hvaða líffæri ég eigi að láta vanta í líkið, segir
hún. Hjarta og heili eru ofnotuð, hafa margoft verið skorin burt. (…) Ég spurði sjálfa
mig að því hvaða líffæri væri ónumið land og svarið var brisið. Brisið verður því í
lykilhlutverki í næstu morðgátu og ég hafði hugsað mér að láta það finnast á víða-
vangi. Mér datt í hug íþróttavöllur, t.d. þegar flautað er til leiks í landsleik Íslendinga
og Frakka í handbolta. Það yrði þá að vísu innandyra. Já, eða Íslendinga og Spánverja.
Það verður allavega b-líffæri; ef ekki bris þá botnlangi eða blöðruhálskirtill.
(Undantekningin, de arte poetica. Bls. 111–112)
Umræðan um stór og lítil viðfangsefni kven- og karlrithöfunda (sem mætti
kenna við Guinness-heilkennið) poppar stundum upp í tengslum við
muninn á sögu og stíl og þá hvort sé mikilvægara í skáldverki „textinn“ eða
stíllinn. Ef marka má kommentakerfi bókmenntaheimsins þá er sagan um
þessar mundir stærri en stíllinn, stíllinn úti en sagan inni, saga kúl og stíll
gamaldags. Þó hef ég aldrei lesið alveg stíllausa sögu, aldrei flett textalausri
bók. Ég held ekki að stíll sé „sjálfsfróun í sturtu“ eins og mig minnir að
það hafi verið orðað, aftur á móti held ég að söguefni rithöfunda séu bæði
takmörkuð og endurtekningasöm.
Eða hvað voru þau aftur mörg viðfangsefni heimsbókmenntanna?