Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 16
A u ð u r Ava Ó l a f s d ó t t i r 16 TMM 2013 · 4 Samtímis hvetur skálddvergurinn glæpasagnahöfundinn til að fara út fyrir þægindarammann og reynir að beina honum í átt að fagurbókmenntum. Fyrsta skrefið telur hún að læra að undrast en til þess ráðleggur hún honum að fara í Húsdýragarðinn og skoða kálf. Lokaáskorunin er að standa á bjarg- brún og þora að taka flugið. – Ég er alltaf að segja honum að hann verði að fara út fyrir afgirta öryggissvæðið en hann skilur mig ekki þótt ég reyni að orða það á ýmsa vegu. Á síðasta neyðarfundi þeirra hafi hún stungið að honum þeirri hugmynd að láta morðingjann ýta þekktum glæpasagnahöfundi fram af hengifluginu, láta hann gossa fram af bjargbrún. – Ég mana þig, sagði ég við hann, til að láta myrða sjálfan þig og draga útlínur nýrrar hugsunar með fjöðurstaf vættum í blóði eigin þjáninga. Hún hristir höfuðið. – En hann hlustar ekki, hann er að byggja raðhús. (Undantekningin – de arte poetica. Bls. 213) Undantekningin er þó sú skáldsagna minna þar sem minnstu munar að morð sé framið. Söguhetjan er stödd í eldhúsinu (já, einmitt í eldhúsi) með hníf í hendi, þegar eiginmaðurinn sem hefur yfirgefið hana fyrir karlmann kemur að sækja sér hreina skyrtu. Hún greinir lágvaxna skáldinu frá því að sig hafi langað til að skera úr honum hjartað og það kannast strax við kenndina: Hún segir að svo undarlega vilji til að hún sé einmitt að glíma við visst líffæra brott- nám í tengslum við ástríðuglæp þar sem morðingi sker líffæri úr fórnarlambi sínu. Það megi heita merkileg tilviljun að kynhneigð gegni þar einmitt lykilhlutverki, hvort hún hafi ekki verið búin að minnast á það? – Ég hef verið að velta því fyrir mér hvaða líffæri ég eigi að láta vanta í líkið, segir hún. Hjarta og heili eru ofnotuð, hafa margoft verið skorin burt. (…) Ég spurði sjálfa mig að því hvaða líffæri væri ónumið land og svarið var brisið. Brisið verður því í lykilhlutverki í næstu morðgátu og ég hafði hugsað mér að láta það finnast á víða- vangi. Mér datt í hug íþróttavöllur, t.d. þegar flautað er til leiks í landsleik Íslendinga og Frakka í handbolta. Það yrði þá að vísu innandyra. Já, eða Íslendinga og Spánverja. Það verður allavega b-líffæri; ef ekki bris þá botnlangi eða blöðruhálskirtill. (Undantekningin, de arte poetica. Bls. 111–112) Umræðan um stór og lítil viðfangsefni kven- og karlrithöfunda (sem mætti kenna við Guinness-heilkennið) poppar stundum upp í tengslum við muninn á sögu og stíl og þá hvort sé mikilvægara í skáldverki „textinn“ eða stíllinn. Ef marka má kommentakerfi bókmenntaheimsins þá er sagan um þessar mundir stærri en stíllinn, stíllinn úti en sagan inni, saga kúl og stíll gamaldags. Þó hef ég aldrei lesið alveg stíllausa sögu, aldrei flett textalausri bók. Ég held ekki að stíll sé „sjálfsfróun í sturtu“ eins og mig minnir að það hafi verið orðað, aftur á móti held ég að söguefni rithöfunda séu bæði takmörkuð og endurtekningasöm. Eða hvað voru þau aftur mörg viðfangsefni heimsbókmenntanna?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.