Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 19
D v e r g a r o g s t r í ð TMM 2013 · 4 19 íslenskum höfundi um fáránleika stríðs. Það er sami höfundur og segir: „Ég veit ekki hvort ég elska nóg heiminn til að hafa leyfi til að skrifa þetta ljóð“. Ég held að Hér hafi selst í sirka 300 eintökum þegar hún kom út, eða ámóta og mín bók Afleggjarinn, sem kom út sama ár, 2007, hjá sama útgefanda. Nú eru báðar bækurnar farnar að heiman til útlanda og Hér einmitt í siglingu vestur um haf, það er spurning hvort þeir hafi tíma til að glugga í hana suður í Washington áður en þeir leggja í næsta stríð? Nei, ég er ekki tvíhyggjumanneskja og þess vegna trúi ég ekki á eðlis- lægan mismun karla og kvenna, ég get að vísu fallist á líffræðilegan mun en það eru varla trúarbrögð. Og ég trúi hvorki á þykkar né þunnar bækur og held að mikilvægar bækur geti verið 70 eða 700 síður og allt þar á milli, og ég held ekki að það sé satt að karlkyns leikstjórar séu alltaf að sprengja og velta bílum, að minnsta kosti ekki Antonioni eða Tarkovskí eða Kieslovskí eða Cassavetes. Þvert á móti trúi ég því að vitund rithöfundar geti tekið sér bólstað í báðum kynjum, öllum föllum og tölum og að sumir karlkyns rit- höfundar geti alveg verið 66% kona eins og Andri Snær kollegi minn hefur reyndar lýst yfir opinberlega að hann sé – að vísu átti hann við prósentuhlut- fall sitt sem fjölskylda. Og ég skal þá alveg á móti vera 66% karlmaður í ein- hverju öðru, að minnsta kosti annað slagið og málið er dautt. Ég ætti að ráða við það eftir að hafa skrifað heila bók um karlmannlega viðkvæmni, gott ef ég á ekki einhvers staðar ofan í skúffu úrklippu sem staðfestir að Auður Ava stundi það gegnum sneytt að afbyggja staðlaðar kynímyndir. Eða hvað sagði ekki franski rithöfundurinn Jean Cocteau um það sem gerði Picasso vin hans að Picassó? Það væri nákvæmlega þetta; hann væri fullkomin blanda af konu og manni, fifty-fifty, og já við erum að tala um þann sama Picassó og skipti um konu með hverjum stíl, samtals átta sinnum. Sjálfur orðaði málarinn stílbreytingar á þá lund – áttræður og nýtrúlofaður – að maður byði ekki nýrri konu upp á gömul sængurföt. Þar með erum við aftur komin inn í svefnherbergin og að hinu kórrétta samhengi sköpunarinnar; fyrst konan, þá sængurfötin, loks málverkið. Ég nefndi það hér í upphafi; það byrjar allt og endar í svefnherberginu. Við skulum þá reyna að ná hlutföllunum í uppskriftinni að heimsbók- menntunum réttum: eitt dass af góðri sögu, tvö döss af stíl svo sagan verði ólík öðrum sögum af sambandi móður og dóttur og föður og sonar, dass af konu, dass af karlmanni, dass af smotteríi, dass af stórbrotnum meginlínum, dass af kómík, dass af harmrænu, tvö döss af samkennd með hinum þjáða sem valtað er yfir, eitt dass af þörf til að gera veruleikann stærri og tvö döss af löngun til að auka á fegurð heimsins og við getum prentað handritið út. Og nú hugsar einhver: ertu ekki að gleyma hinu háleita, leit að einhvers konar tilgangi, tilraun til að túlka óreiðu heimsins og gefa þjáningunni merkingu. Jú, þakka ykkur fyrir, eitt dass af þörf fyrir að taka til í heiminum. Og svo ég haldi áfram með trúarjátninguna, þá er ég ekki einu sinni sannfærð um að of stór lífsreynsla skapi skáld, og það kveiki löngun til að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.