Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 28
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 28 TMM 2013 · 4 leiðtogum þjóðarinnar og fjármálaspekúlöntum í blindni, heldur líka í skiptum þeirra við ýmsar stofnanir samtímans. Meðan vegið var að undir- stöðum samfélagsins, samhygð og samlíðan með öðrum, ræktuðu margir óspart ýmis form án þess að hirða um inntak þeirra. Glöggt dæmi um það eru kirkjubrúðkaup, sem urðu öðru fremur sjónarspil, eða það sem enskir kalla „spectacle“, og vörukynning fyrir neytendur, brúðhjónin, ættingja þeirra og vini, rammlega studd af sérstökum sjónvarpsþáttum, brúðkaups- sýningum og sérblöðum.7 Brúðhjónin nutu mörg hver athyglinnar og böðuðu sig í henni einhverja hríð – stundum fram að skilnaði þegar þeim gafst kostur á að leggja grunninn að nýju sjónarspili, kannski með öðru vöruúrvali. Kirkjan gerði fátt til að andæfa því að hjónabandið var nú í æ ríkara mæli helgað vörum og markaði,8 enda var hún almennt eins og álfur út úr hól, réð t.d. hvorki við að leysa úr vandamálum innan safnaða sinna né bregðast við breytingum á samfélaginu. Um það vitnar afstaða hennar jafnt til Ólafs mála biskups og kröfu samkynhneigðra um að fá að giftast í kirkju.9 Eitt af ljóðunum í Gangandi vegfaranda er vert að skoða í ljósi hins almenna skorts á gagnrýni sem einkenndi íslenskt samfélag þegar bókin kom út, en þá einnig með hliðsjón af því að kristnin hefur síðustu aldir verið trúarbrögðin á Vesturlöndum og ráðamenn gjarna skilgreint sjálfa sig, aðra og umheiminn með hliðsjón af henni.10 Ljóðið ber heitið Hinn hugsandi líkami. Þar fjallar konan sem mælir, um tengsl líkama og hugar. Framan af talar hún ýmist í 1. persónu fleirtölu eða eintölu og teflir þannig saman hinni opinberu menningu og eigin reynslu og afstöðu. Hún byrjar á menningunni: að fornum sið drögum við línu þvert á prestinn ofanverðan nánar tiltekið skerum hann á háls á hvítum prestakraga hvílir tær hugur í kúptu skríni líkami hulinn svörtu okkur til viðvörunar (teikn. Salbjörg Rita Jónsdóttir) Eins og sjá má er aðferðin hér ansi útsmogin. Innvirðulegu orðalaginu, sem fyrsta erindið hefst á, er fylgt eftir með hlutlægri lýsingu á dráttlist svo ætla mætti að lýst væri hátíðlegri athöfn við teikniborð. En við frekari útlistun reynist dráttlistarlýsingin ekki aðeins líking heldur umbreytist hún í ofbeldi, línan hverfist í eggvopn, sem auðvitað er hvergi nefnt, en ekki fer milli mála að það erum „við“ sem bregðum vopninu á barka guðsmanninum. Í fram- haldinu er brugðið upp mynd af presti í skrúða til að skýra frekar aðskilnað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.