Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 28
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r
28 TMM 2013 · 4
leiðtogum þjóðarinnar og fjármálaspekúlöntum í blindni, heldur líka í
skiptum þeirra við ýmsar stofnanir samtímans. Meðan vegið var að undir-
stöðum samfélagsins, samhygð og samlíðan með öðrum, ræktuðu margir
óspart ýmis form án þess að hirða um inntak þeirra. Glöggt dæmi um það
eru kirkjubrúðkaup, sem urðu öðru fremur sjónarspil, eða það sem enskir
kalla „spectacle“, og vörukynning fyrir neytendur, brúðhjónin, ættingja
þeirra og vini, rammlega studd af sérstökum sjónvarpsþáttum, brúðkaups-
sýningum og sérblöðum.7 Brúðhjónin nutu mörg hver athyglinnar og
böðuðu sig í henni einhverja hríð – stundum fram að skilnaði þegar þeim
gafst kostur á að leggja grunninn að nýju sjónarspili, kannski með öðru
vöruúrvali. Kirkjan gerði fátt til að andæfa því að hjónabandið var nú í æ
ríkara mæli helgað vörum og markaði,8 enda var hún almennt eins og álfur
út úr hól, réð t.d. hvorki við að leysa úr vandamálum innan safnaða sinna né
bregðast við breytingum á samfélaginu. Um það vitnar afstaða hennar jafnt
til Ólafs mála biskups og kröfu samkynhneigðra um að fá að giftast í kirkju.9
Eitt af ljóðunum í Gangandi vegfaranda er vert að skoða í ljósi hins
almenna skorts á gagnrýni sem einkenndi íslenskt samfélag þegar bókin
kom út, en þá einnig með hliðsjón af því að kristnin hefur síðustu aldir verið
trúarbrögðin á Vesturlöndum og ráðamenn gjarna skilgreint sjálfa sig, aðra
og umheiminn með hliðsjón af henni.10 Ljóðið ber heitið Hinn hugsandi
líkami. Þar fjallar konan sem mælir, um tengsl líkama og hugar. Framan af
talar hún ýmist í 1. persónu fleirtölu eða eintölu og teflir þannig saman hinni
opinberu menningu og eigin reynslu og afstöðu. Hún byrjar á menningunni:
að fornum sið
drögum við línu
þvert á prestinn ofanverðan
nánar tiltekið
skerum hann á háls
á hvítum prestakraga
hvílir tær hugur
í kúptu skríni
líkami hulinn svörtu
okkur til viðvörunar
(teikn. Salbjörg Rita Jónsdóttir)
Eins og sjá má er aðferðin hér ansi útsmogin. Innvirðulegu orðalaginu, sem
fyrsta erindið hefst á, er fylgt eftir með hlutlægri lýsingu á dráttlist svo ætla
mætti að lýst væri hátíðlegri athöfn við teikniborð. En við frekari útlistun
reynist dráttlistarlýsingin ekki aðeins líking heldur umbreytist hún í ofbeldi,
línan hverfist í eggvopn, sem auðvitað er hvergi nefnt, en ekki fer milli mála
að það erum „við“ sem bregðum vopninu á barka guðsmanninum. Í fram-
haldinu er brugðið upp mynd af presti í skrúða til að skýra frekar aðskilnað