Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 29
„ h a r ð u r k i r k j u b e k k u r“
TMM 2013 · 4 29
holds og „anda“ í kristinni hugmyndafræði. Líkingin í fyrri hluta erindisins
þar sem „tær hugur“ hvílir í „kúptu skríni“ kallast á við skrín sem sögð eru
geyma helga dóma svokallaða, það er að segja leifar kónga eða biskupa eða
hluti úr þeirra eigu. Þar með er eins víst að á lesendur leiti tengsl kristninnar
við valdhafa, og mýtusköpun hennar í þágu þeirra; svo ekki sé talað um að
huganum er breytt í blæti og holdið, hinn kviki veruleiki, hulinn svörtu
klæði.11 En jafnframt hlýtur þá sjálf formgerð erindisins – myndin af klerki
í tveimur pörtum – að minna á hverjir skilja höfuð frá bol. Viðbrögðin láta
ekki á sér standa: maður skynjar sársauka þess sem skorinn er, um mann
fer hryllingur, og kannski sektarkennd, þar sem maður stendur í hlutverki
böðulsins, þess sem tekur að sér að framkvæma ofbeldishugsun menn-
ingarinnar; í sömu mund sér maður sjálfan sig fyrir sér líkt og Ara fróða „í
sláturtíð“12, skynjar atganginn, sletturnar, gorið, lyktina, og maður hlær að
afhelguninni – þó naumast skærum hlátri.
En ekki hefur hláturinn fyrr krimt í manni en skil verða í ljóðinu og þess
er skammt að bíða að ljóðmælandi birtist í eigin persónu. Hann er ekki bara
kona eins og ég nefndi fyrr, heldur kona sem hrörnunin er tekin að setja
mark sitt á. Og aldurinn skiptir máli þegar hún lýsir skynjun sinni, hugsun
og kenndum:
andi og efni
harður kirkjubekkur
tekur æ meira í
Sjónarhornið er mjög í anda Bakhtíns, þegar ýtt er undir að lesendur ímyndi
sér fyrst af öllu afturendann á ljóðmælanda eða finni hvernig strengirnir
læðast frá rassi uppí hrygg. Ekki dregur úr þegar líkingar birtast sem tengjast
hringrás náttúrunnar.
með hverjum árhring
bregst hugur minn
við nýrri skynjun
hnignandi líkama
þegar öldurót blóðsins sjatnar
fylgi ég eftir undirgefin
skynjun
nemur lendur huga
En hinn holdbundni eða líkamsmótaði hugur er líka í brennidepli og einkar
nærfærin er lýsingin á því hvernig hin uppreisnargjarna kona verður „undir-
gefin“ líkamsskynjun sinni þegar dregur úr hormónastarfsemi hennar.
Margt er líka tvíbent í samhenginu og leikið ofurfínt á tilfinningar og